Enski boltinn

Pickford sletti ærlega úr klaufunum eftir EM og skemmti Cher vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Pickford var í miklu stuði í veislu sem var haldin honum til heiðurs eftir EM.
Jordan Pickford var í miklu stuði í veislu sem var haldin honum til heiðurs eftir EM.

Jordan Pickford, markvörður enska landsliðsins, sletti ærlega úr klaufunum eftir Evrópumótið þar sem England endaði í 2. sæti.

Eiginkona Pickfords sló upp óvæntri veislu fyrir markvörðurinn þegar hann sneri aftur heim eftir EM. Á myndbandi sem var tekið inni í tjaldinu þar sem veislan var haldin mátti sjá að Pickford og aðrir viðstaddir skemmtu sér vel.

Pickford reif sig úr að ofan þegar hann á öxlunum á vini sínum og söng og dansaði við lagið „Believe“ með Cher.

Gestirnir í gleðskapnum tóku vel undir með Pickford en margir þeirra voru með grímu með mynd af honum. Sonur Pickford-hjónanna var hins vegar bara klæddur í Spiderman búning.

Pickford lék einkar vel á EM og hélt hreinu í fimm af sjö leikjum Englands á mótinu. Á meðan því stóð sló hann met Gordons Banks yfir að halda lengst hreinu með enska landsliðinu.

Hinn 27 ára Pickford er samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Fyrsti leikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er gegn Southampton laugardaginn 14. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×