De Gea mun snúa aftur til Manchester í þessari viku eftir einungis tvær vikur í fríi eftir að hafa setið á bekknum hjá Spáni á EM í sumar.
Spánverjinn var nefnilega orðinn markvörður númer tvö hjá Ole Gunnar Solskjær undir lok síðustu leiktíðar og Dean Henderson hafði tekið stöðuna hans.
De Gea vill, eðlilega, spila meira og því hefur hann ákveðið að snúa aftur fyrr en áætlað var til þess að berjast við Henderson um stöðuna.
De Gea átti fyrst, samkvæmt plönum, að snúa aftur í byrjun ágúst en samkeppnin gerir það að verkum að hann mun verða mættur á Carrington, æfingasvæði United, í næstu viku.
Spænski markvörðurinn hafði verið orðaður við PSG en nú er það úr sögunni eftir að félagið krækti í Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma.
David de Gea cuts holiday short as 'exhausting' Dean Henderson battle starts up againhttps://t.co/NYK49QxNET pic.twitter.com/YBtdriQcjH
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 18, 2021