Fótbolti

Kyssti Zlatan á munninn og var í kjölfarið sleginn af Svíanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andy van der Meyde og Zlatan Ibrahimovic léku saman hjá Ajax í upphafi aldarinnar.
Andy van der Meyde og Zlatan Ibrahimovic léku saman hjá Ajax í upphafi aldarinnar. getty/VI Images

Andy van der Meyde, fyrrverandi samherji Zlatans Ibrahimovic hjá Ajax, hefur greint frá því að Svíinn hafi slegið sig eftir að hann kyssti hann er hann var sofandi.

Van Der Meyde og Zlatan léku saman hjá Ajax á árunum 2001-03 og lenti stundum saman. Hollendingurinn lýsti einu slíku atviki í sjónvarpsþætti á dögunum.

„Þegar ég var hjá Ajax sat ég alltaf við hliðina á Zlatan í liðsrútunni,“ sagði Van Der Meyde.

„Einn daginn þegar hann var sofandi kyssti ég hann á munninn. Nokkrum sekúndum síðar sló hann mig.“

Zlatan og Van Der Meyde fóru ólíka leið í lífinu. Á meðan Zlatan er einn besti leikmaður sinnar kynslóðar og enn að spila fór Van Der Meyde út af sporinu. Hann náði sér ekki á strik hjá Everton og lenti í klóm fíknarinnar. Hollendingurinn lagði skóna á 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×