Búinn að fá sig fullsaddan af stælunum í Conor: „Þetta var dýrsleg hegðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2021 14:16 Conor McGregor er ekki allra en á dygga stuðningsmenn. getty/Louis Grasse Stælarnir í Conor McGregor fyrir bardagann gegn Dustin Poirier fóru í taugarnar á mörgum, meðal annars þjálfaranum Firas Zahabi sem skilur ekki hvernig fólk getur enn stutt við bakið á Íranum. Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Conor fótbrotnaði í fyrstu lotu í bardaganum gegn Poirier og þeim síðarnefnda var dæmdur sigur á tæknilegu rothöggi. Zahabi, sem þjálfar Georges St-Pierre og fleiri þekkta bardagakappa, segir að Conor hafi farið langt yfir strikið fyrir bardagann, meðal annars á blaðamannafundi þeirra Poiriers, og er búinn að fá sig fullsaddan af Íranum. „Ef Conor á einhvern sannan og traustan vin í heiminum þarf sá að ræða við hann undir fjögur augu og segja honum að hann hagi sér eins og heimskingi,“ sagði Zahabi. „Þú lætur sjálfan þig líta illa út. Hann er að niðurlægja okkur, fjölskyldu sína og vini. Þetta er bara vandræðalegt fyrir sannan bardagakappa að haga sér svona. Ef þetta væri einhver annar væru allir að tala um að henda honum burt úr UFC. En vegna þess að þetta er Conor McGregor er ekki hægt að segja það.“ Zahabi skilur ekki af hverju Conor nýtur enn jafn mikilla vinsælda og hann gerir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að vera aðdáandi hans. Ég ber virðingu fyrir honum sem bardagamanni og hæfileikum hans en hvernig hann hegðaði sér á blaðamannafundinum var hræðilegt,“ sagði Zahabi. „Sama hvað hefur gengið á getiði ekki hótað að drepa hvorn annan eða hóta börnum hvors annars og fleiri. Þetta var bara dýrsleg hegðun. Og það sem hann sagði um eiginkonu Poiriers, það var ógeðslegt. Hann er svo reiður og afbrýðisamur út í Poirier. Hann gerði allt til mógða hann og taka augnablikið af honum. Poirier sigraði hann, er betri bardagamaður en hann og verður minnst þannig.“ Búast má við því að Conor verði frá keppni í allt að ár vegna fótbrotsins. Írinn hefur tapað tveimur bardögum í röð og þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.
MMA Tengdar fréttir Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31 Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31 Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00 Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Segir að Conor ætti að reka Kavanagh Michael Bisping leggur til að Conor McGregor skipti um þjálfara eftir tapið fyrir Dustin Poirier í UFC 264 um helgina. 15. júlí 2021 13:31
Khabib kominn með upp í kok af Conor og segir hann útbrunninn Khabib Nurmagomedov er búinn að fá nóg af Conor McGregor. Hann segir að Írinn sé búinn að vera og UFC eigi að hætta styðja hann. 13. júlí 2021 08:31
Conor segir að sigur Poiriers hafi verið ólöglegur Conor McGregor segir að ósigur sinn gegn Dustin Poirier um helgina hafi verið ólögmætur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bardaganum. 12. júlí 2021 13:00
Brotinn ökkli og tap hjá McGregor Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu. 11. júlí 2021 11:00