„Hafið enn ekki séð það besta frá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 22:30 Dagný segist eiga mikið inni fyrir komandi leiktíð hjá West Ham. West Ham Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni. Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira