Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 07:30 Giannis í baráttunni við LeBron á síðasta ári. Sá síðarnefndi var kominn í úrslitaeinvígi NBA áður en Giannis var farinn að leika sér með körfubolta. Harry How/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira