Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2021 10:47 Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að aukning aflamarks til strandveiða eigi að tryggja að veiðar geti staðið út ágústmánuð. Að öðrum kosti hefði þurft að stöðva veiðarnar um miðjan ágúst. Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð þessa efnis. Viðbótarheimildir upp á 1.171 tonn af þorski koma til vegna óráðstafaðs magns á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að með þessari aukningu verði heildarmagn í þorski á strandveiðum 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um auknar aflaheimildir til strandveiða upp á 1.171 tonn.Stjórnarráðið Við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 hafi 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski verið ráðstafað til strandveiða samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða þar sem 5,3% aflamagns í hverri tegund væri tekið til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtist beint til sérstakra ráðstafana séu settar á skiptimarkað með aflamark og hafi á yfirstandandi fiskveiðiári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að loknum fertugasta og öðrum veiðidegi hinn 19. júlí hafi heildarafli á strandveiðum verið um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hafi heildarafli á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. „Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strandveiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá mun þessi viðbótarráðstöfun einnig jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem á sumum svæðum er besti veiðitíminn í ágúst,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Tengdar fréttir Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51 Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. 11. júní 2021 11:51
Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. 3. maí 2021 21:35