Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þór/KA 1-1 | Selfyssingar björguðu stigi Dagur Lárusson skrifar 20. júlí 2021 20:51 Selfoss er enn í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar Vísir/Hulda Margrét Selfoss og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þar sem Selfyssingar jöfnuðu á lokamínútunum. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og voru ekki nema tvö til þrjú marktækifæri sem létu sjá sig. Eitt af þeim færum kom á 34.mínútu eftir hræðileg mistök hjá fyrirliða Selfoss, Emmu Checker, þar sem hún skallaði aftur fyrir sig og beint fyrir fætur Karenar Maríu í liði gestanna. Karen þakkaði pent fyrir sig og lyfti boltanum skemmtilega yfir Guðnýju í marki Selfoss og kom gestunum yfir. Í seinni hálfleiknum var það sama upp á teningnum, þ.e.a.s lítið af færum og lítið af athyglisverðum hlutum að gerast. Eftir að hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður þá ákvað Alfreð Elías að breyta um uppstillingu á sínu liði þar sem hann breytti í þriggja manna varnarlínu og fjölgaði þar með í sóknarleiknum. Sú breyting átti eftir að skila sér. Eftir þessa breytingu fóru Selfyssingar að sækja meira og áttu betri færi og eitt af þeim kom á 80.mínútu. Þá fékk Eva Núra boltann rétt fyrir utan teig hægra megin og smellti boltanum fast á mitt mark gestanna, beint í þverslánna og inn og Selfyssingar því búnir að jafna. Hvorugu liðinu tókst þó að skora sigurmarkið þrátt fyrir dágóðan uppbótartíma og þess vegna voru lokatölur 1-1. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Hvorugt liðið var að spila einhvern leiftrandi sóknarbolta. Eins og sjá má í textalýsingunni frá leiknum þá voru rosalega fá opin marktækifæri og var það mögulega vegna þess að hvorugt liðið var tilbúið að leggja allt í sölurnar. Þegar tvö lið mætast sem eru ekki tilbúin til þess að taka margar áhættur þá er yfirleitt ekki skorað mikið af mörkum og það var raunin hér í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að hugsa um einhverja sóknarmenn sem stóðu upp úr í þessum leik. Þór/KA varðist hins vegar mjög vel í seinni hálfleiknum þar sem Arna Sif, fyrirliði liðsins, var í algjöru lykilhlutverki. Hún fórnaði sér fyrir ófá skot og þar með talið einu sinni þar sem hún fékk hörku skot beint í andlitið. Hvað fór illa? Sóknarleikur beggja liða. Eins og ég nefni hér fyrir ofan þá var hvorugt liðið tilbúið til þess að taka mikið af áhættum og það var því það sem gekk illa í kvöld, að taka áhættur. Hvað gerist næst? Bæði liðin eiga eitt af toppliðunum tveimur í næstu umferð á laugardaginn. Selfyssingar fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta Breiðablik á meðan Þór/KA fær Val í heimsókn. Alfreð Elías: Aldrei sáttur með jafntefli á heimavelli Alfreð Elías hefði viljað sjá sitt lið taka þrjú stigá heimavelli í kvöld.vísir/hulda ,,Maður er auðvitað aldrei sáttur að taka jafntefli á heimavelli, en maður verður að virða þetta stig því stig er alltaf stig,” byrjaði Alfreð, þjálfari Selfoss, á að segja. Aðspurður út spilamennsku síns liðs sagði Alfreð að hann hafi verið sáttur með 75 mínútur. ,,Mér fannst hún mjög góð í 75 mínútur, fyrir utan þetta síðasta korter í seinni hálfleiknum. Á þeim tímapunkti í leiknum vorum við arfaslakar og gáfum þeim tækifæri á að komast inn í leikinn sem þær gerðu og skoruðu gott mark.” Alfreð gerði breytingu á uppstillingu síns liðs um miðbik seinni hálfleiksins en skömmu síðar kom jöfnunarmarkið. ,,Við þurftum allaveganna að fá meiri sóknarþunga í þetta hjá okkur og þess vegna tókum við smá áhættu og það hefur líklega skilað einhverju.” Selfoss er 3.sæti deildarinnar með 18 stig og er Alfreð ágætlega sáttur með það. ,,Við erum nokkuð sátt með það hvar við erum í deildinni. Við byrjuðum auðvitað mjög vel, fullt hús eftir fjóra leiki en eftir það áttum við svolítið erfitt og þess vegna hefur þetta verið smá brekka hjá okkur undanfarið. Við ætluðumst til þess að tengja þennan sigur við síðasta leik en því miður gerðist það ekki en við höldum áfram,” endaði Alfreð á að segja. Andri Hjörvar: Höfum oft spilað betur Andri Hjörvar segir að sitt lið hafi oft spilað betur en á Jáverk vellinum í kvöld. ,,Við erum hundfúlar með einn punkt í dag, við vildum þrjá punkta og komum inn í þennan leik hugsandi það að við vildum þrjá punkta. Ég veit að við áttum ekki mikið af færum, en mér fannst við eiga að halda þetta út,” byrjaði Andri, þjálfari Þór/KA á að segja. Andri viðurkenndi að liðið hans hefur þó oft spilað betur en í kvöld. ,,Við höfum oft spilað boltanum betur, höfum oft hitt betur í fætur á samherja en þetta var kannski bara þannig leikur að það var lítið um færi, frekar kannski bara stöðubaráttu og mikið um stimpingar og þannig. En við lögðum samt mikið púður í þetta, þær hlupu mikið og börðust endalaust og ég er þess vegna virkilega ánægður með það.” Andri segir að hann og liðið hans vilji vera ofar í töflunni núna þegar mótið er hálfnað. ,,Við við viljum vera ofar. Það eru leikir á tímabilinu sem snérust í höndunum á okkur og gefið okkur ekki neitt og þess vegna værum við til í að vera ofar eins og staðan er núna. En ef og hefði er náttúrlega alltaf stórt í þessu, við einfaldlega erum ekki með þessi stig og við þurfum bara að sækja þau,” endaði Andri Hjörvar á að segja. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23
Selfoss og Þór/KA gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld þar sem Selfyssingar jöfnuðu á lokamínútunum. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og voru ekki nema tvö til þrjú marktækifæri sem létu sjá sig. Eitt af þeim færum kom á 34.mínútu eftir hræðileg mistök hjá fyrirliða Selfoss, Emmu Checker, þar sem hún skallaði aftur fyrir sig og beint fyrir fætur Karenar Maríu í liði gestanna. Karen þakkaði pent fyrir sig og lyfti boltanum skemmtilega yfir Guðnýju í marki Selfoss og kom gestunum yfir. Í seinni hálfleiknum var það sama upp á teningnum, þ.e.a.s lítið af færum og lítið af athyglisverðum hlutum að gerast. Eftir að hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður þá ákvað Alfreð Elías að breyta um uppstillingu á sínu liði þar sem hann breytti í þriggja manna varnarlínu og fjölgaði þar með í sóknarleiknum. Sú breyting átti eftir að skila sér. Eftir þessa breytingu fóru Selfyssingar að sækja meira og áttu betri færi og eitt af þeim kom á 80.mínútu. Þá fékk Eva Núra boltann rétt fyrir utan teig hægra megin og smellti boltanum fast á mitt mark gestanna, beint í þverslánna og inn og Selfyssingar því búnir að jafna. Hvorugu liðinu tókst þó að skora sigurmarkið þrátt fyrir dágóðan uppbótartíma og þess vegna voru lokatölur 1-1. Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Hvorugt liðið var að spila einhvern leiftrandi sóknarbolta. Eins og sjá má í textalýsingunni frá leiknum þá voru rosalega fá opin marktækifæri og var það mögulega vegna þess að hvorugt liðið var tilbúið að leggja allt í sölurnar. Þegar tvö lið mætast sem eru ekki tilbúin til þess að taka margar áhættur þá er yfirleitt ekki skorað mikið af mörkum og það var raunin hér í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að hugsa um einhverja sóknarmenn sem stóðu upp úr í þessum leik. Þór/KA varðist hins vegar mjög vel í seinni hálfleiknum þar sem Arna Sif, fyrirliði liðsins, var í algjöru lykilhlutverki. Hún fórnaði sér fyrir ófá skot og þar með talið einu sinni þar sem hún fékk hörku skot beint í andlitið. Hvað fór illa? Sóknarleikur beggja liða. Eins og ég nefni hér fyrir ofan þá var hvorugt liðið tilbúið til þess að taka mikið af áhættum og það var því það sem gekk illa í kvöld, að taka áhættur. Hvað gerist næst? Bæði liðin eiga eitt af toppliðunum tveimur í næstu umferð á laugardaginn. Selfyssingar fara í heimsókn í Kópavoginn og mæta Breiðablik á meðan Þór/KA fær Val í heimsókn. Alfreð Elías: Aldrei sáttur með jafntefli á heimavelli Alfreð Elías hefði viljað sjá sitt lið taka þrjú stigá heimavelli í kvöld.vísir/hulda ,,Maður er auðvitað aldrei sáttur að taka jafntefli á heimavelli, en maður verður að virða þetta stig því stig er alltaf stig,” byrjaði Alfreð, þjálfari Selfoss, á að segja. Aðspurður út spilamennsku síns liðs sagði Alfreð að hann hafi verið sáttur með 75 mínútur. ,,Mér fannst hún mjög góð í 75 mínútur, fyrir utan þetta síðasta korter í seinni hálfleiknum. Á þeim tímapunkti í leiknum vorum við arfaslakar og gáfum þeim tækifæri á að komast inn í leikinn sem þær gerðu og skoruðu gott mark.” Alfreð gerði breytingu á uppstillingu síns liðs um miðbik seinni hálfleiksins en skömmu síðar kom jöfnunarmarkið. ,,Við þurftum allaveganna að fá meiri sóknarþunga í þetta hjá okkur og þess vegna tókum við smá áhættu og það hefur líklega skilað einhverju.” Selfoss er 3.sæti deildarinnar með 18 stig og er Alfreð ágætlega sáttur með það. ,,Við erum nokkuð sátt með það hvar við erum í deildinni. Við byrjuðum auðvitað mjög vel, fullt hús eftir fjóra leiki en eftir það áttum við svolítið erfitt og þess vegna hefur þetta verið smá brekka hjá okkur undanfarið. Við ætluðumst til þess að tengja þennan sigur við síðasta leik en því miður gerðist það ekki en við höldum áfram,” endaði Alfreð á að segja. Andri Hjörvar: Höfum oft spilað betur Andri Hjörvar segir að sitt lið hafi oft spilað betur en á Jáverk vellinum í kvöld. ,,Við erum hundfúlar með einn punkt í dag, við vildum þrjá punkta og komum inn í þennan leik hugsandi það að við vildum þrjá punkta. Ég veit að við áttum ekki mikið af færum, en mér fannst við eiga að halda þetta út,” byrjaði Andri, þjálfari Þór/KA á að segja. Andri viðurkenndi að liðið hans hefur þó oft spilað betur en í kvöld. ,,Við höfum oft spilað boltanum betur, höfum oft hitt betur í fætur á samherja en þetta var kannski bara þannig leikur að það var lítið um færi, frekar kannski bara stöðubaráttu og mikið um stimpingar og þannig. En við lögðum samt mikið púður í þetta, þær hlupu mikið og börðust endalaust og ég er þess vegna virkilega ánægður með það.” Andri segir að hann og liðið hans vilji vera ofar í töflunni núna þegar mótið er hálfnað. ,,Við við viljum vera ofar. Það eru leikir á tímabilinu sem snérust í höndunum á okkur og gefið okkur ekki neitt og þess vegna værum við til í að vera ofar eins og staðan er núna. En ef og hefði er náttúrlega alltaf stórt í þessu, við einfaldlega erum ekki með þessi stig og við þurfum bara að sækja þau,” endaði Andri Hjörvar á að segja. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23
Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23