Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 08:00 Giannis Antetokounmpo var hreint út sagt stórkostlegur í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira