Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 15:44 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“ Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52
Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44