Unga fólkið og frystihúsin Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 22. júlí 2021 08:00 Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun