Unga fólkið og frystihúsin Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 22. júlí 2021 08:00 Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Fjarðabyggð Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi. Þarna er mikilvægt að stoppa aðeins við og rýna í þetta fyrirbæri. Ekki bara fyrirbærið Sköpunarmiðstöðina heldur fyrirbærin ungt fólk, sköpun, listir og ný tækifæri í jaðarbyggðum. Hvað rekur fólk til að leggja allt sitt í sölurnar fyrir gamalt hús og hugsjón, eyða ómældum tíma í að berjast fyrir tilveru þess og uppbyggingu? Er það hafið eða fjöllin? Nei, sennilega er það fólkið á þessum stöðum. Fólkið og viljinn til að skapa sér gefandi og nærandi umhverfi þar sem það kýs að búa sér heimili. Unga fólkið sem hefur tekið hvert frystihúsið á fætur öðru, eða annað húsnæði sem áður hýsti gamla tíma, og gefið því nýtt líf og ný verkefni. Með hugviti sínu sem skapar ekki bara störf og dregur að fólk, heldur mótar nærsamfélagið og gefur af sér. En hvers vegna þarf að berjast svona hatrammlega fyrir slíkri tilveru? Eru ekki allir sammála um að það nauðsynlegasta við uppbyggingu brothættra byggða og smærri samfélaga eru tækifæri fyrir ungt fólk og þjónusta við það eldra? Nú virðist vera að nánast hvert einasta pláss á Austurlandi státi af glæsilegri uppbyggingu hugmyndaríkra einstaklinga í gömlum húsum sem ganga í endurnýjun lífdaga. Slíkri uppbyggingu á ekki bara að fagna á tyllidögum og senda fallegar loforðskveðjur korter í kosningar. Slíkri uppbyggingu á að hampa alla daga, bæði í orði og á borði. Draga þarf úr miðstýringu ríkis á sama tíma og stutt er við sjálfbærni sveitarfélaga. Þannig er smærri samfélögum gert kleift að móta sitt umhverfi sjálft. Gefum sköpunarkrafti hvers annars lausan tauminn og hefjum endurreisn á forsendum fólks og hugmynda þeirra. Höfundur er hreinræktaður Hrafnkelsdælingur og skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun