Sektað vegna hegðunar stuðningsfólks síns í leiknum gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum gegn Mexíkó. Er hann tók markspyrnur voru níðsöngvar ítrekað sungnir. Matthew Pearce/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó vegna hegðunar stuðningsfólks þess í 2-1 sigrinum gegn Íslandi er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í maí á þessu ári. Ísland og Mexíkó mættust í vináttulandsleik í Bandaríkjunum undir lok maímánaðar áður en íslenska liðið hélt til Færeyja og svo Póllands til að leika tvo leiki til viðbótar. Stuðningsfólks Mexíkó lét sig ekki vanta á leikinn þó hann væri hinum megin við landamærin og var fjölmennt á leiknum. Því miður söng stuðningsfólk „heimamanna“ miður fallega söngva á meðan leik stóð og hefur FIFA nú ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó um 109 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 13 og hálfa milljón íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem FIFA sektar Mexíkó og þá hefur landsliðið þurft að leika fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsfólks síns. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð ítrekað fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsfólks Mexíkó í leiknum er hann tók markspyrnur. Þó dómarinn hafi stöðvað leikinn tímabundið þá héldu söngvarnir alltaf áfram. „Söngvarnir hvetja til mismununar og eru að ýta okkur lengra frá keppnum á vegum FIFA. Fyrir þau ykkar sem finnst skemmtilegt og fyndið að syngja þessa söngva, það er það ekki“ sagði Yon de Luisa, forseti knattspyrnusambands Mexíkó, um málið. ESPN greindi frá. Fótbolti FIFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ísland og Mexíkó mættust í vináttulandsleik í Bandaríkjunum undir lok maímánaðar áður en íslenska liðið hélt til Færeyja og svo Póllands til að leika tvo leiki til viðbótar. Stuðningsfólks Mexíkó lét sig ekki vanta á leikinn þó hann væri hinum megin við landamærin og var fjölmennt á leiknum. Því miður söng stuðningsfólk „heimamanna“ miður fallega söngva á meðan leik stóð og hefur FIFA nú ákveðið að sekta knattspyrnusamband Mexíkó um 109 þúsund Bandaríkjadali eða rúmlega 13 og hálfa milljón íslenskra króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem FIFA sektar Mexíkó og þá hefur landsliðið þurft að leika fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsfólks síns. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð ítrekað fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsfólks Mexíkó í leiknum er hann tók markspyrnur. Þó dómarinn hafi stöðvað leikinn tímabundið þá héldu söngvarnir alltaf áfram. „Söngvarnir hvetja til mismununar og eru að ýta okkur lengra frá keppnum á vegum FIFA. Fyrir þau ykkar sem finnst skemmtilegt og fyndið að syngja þessa söngva, það er það ekki“ sagði Yon de Luisa, forseti knattspyrnusambands Mexíkó, um málið. ESPN greindi frá.
Fótbolti FIFA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira