Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:07 Ríkisstjórn Íslands mun ræða tillögur sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innanlands á fundi í ráðherrabústaðnum á morgun. Vísir/Vilhelm Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Væntanlegt er að að loknum ríkisstjórnarfundi muni liggja fyrir til hvaða aðgerða verður gripið í ljósi versnandi stöðu kórónuveirufaraldurs hér á landi. Ríkisstjórnarfundir hefjast vanalega klukkan hálf tíu en misjafnt er hvenær þeim lýkur, yfirleitt þó á milli klukkan ellefu og tólf. Þegar fréttastofa náði tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan eitt sagði hún að ríkisstjórnin hefði enn ekki fengið minnisblað frá Þórólfi en hún reiknaði með að hann skilaði því í dag. Þegar það bærist yrði boðað til ríkisstjórnarfundar til að fara yfir tillögurnar, að öllum líkindum á morgun og þá að öllum líkindum ekki fyrr en eftir hádegi. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst með Covid-19 innanlands, þar af 213 síðustu vikuna. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að ljóst sé að faraldurinn sé í veldisvexti. 78 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þar af 59 utan sóttkvíar. Þórólfur sagðist á fundinum ekki vilja fara yfir hvað fælist í tillögunum. Hann hafi þó lagt til aðgerðir sem hafi reynst vel fyrr í faraldrinum. „Mér finnst það ekki viðeigandi en við höfum verið að grípa til svipaðra ráðstafna fyrr í faraldrinum sem hafa nýst okkur vel. Ég held að við þurfum að nýta okkur það áfram,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu eftir fundinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37 Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06 Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Vonar að gripið verði til aðgerða „eins fljótt og hægt er“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Þórólfur ætlar að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. 22. júlí 2021 12:37
Aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsókn Grímuskylda er hjá starfsfólki og gestum Hrafnistu vegna fjölgunar tilfella innanlands. Þá eru aðstandendur þrjátíu ára og yngri beðnir um að koma ekki í heimsóknir á meðan að smit eru svo tíð hjá þeim aldurshópi. 22. júlí 2021 12:06
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31