Örlagastund í sóttvörnum Halldór Auðar Svansson skrifar 22. júlí 2021 15:02 Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Píratar Halldór Auðar Svansson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga. Væntingarnar voru orðnar þannig að það myndi ekki þurfa að grípa til aðgerða aftur, sem er að mörgu leyti skiljanlegt. Það hefur vissulega gengið mjög vel að bólusetja hérlendis og það hlýtur að breyta sviðsmyndum töluvert, í ljósi þess að bólusetningar virðast draga mjög úr líkum á því að sýkt fólk veikist alvarlega. Sérfræðingar okkar sem hafa stýrt ferðinni hingað til virðast hins vegar meta stöðuna þannig að það stefni engu að síður í óásættanlegan fórnarkostnað bráðlega ef ekki er stigið aðeins á bremsuna. Allt þetta þarf að fara vandlega yfir og skapa sameiginlegan og skýran skilning innan ríkisstjórnarinnar á vegferðinni fram undan - og svo þarf að leggja allt kapp á að miðla henni til fólks með skýrum hætti. Hvað þarf að gera og af hverju, hversu lengi það stendur yfir og hvað er hægt að gera til að bæta stöðuna, s.s. aukabóluefni, bólusetja yngri aldurshópa, og svo framvegis. Föllum ekki í gryfjuna Það er stutt í kosningar og freistingin til að fara að skapa sér sérstöðu og slá sér upp á henni er meiri en nokkru sinni áður - en ég vona að það fólk sem ber þessa ábyrgð forðist að falla í þá gryfju. Því miður gefur það ekki góð fyrirheit að sú frekar einfalda og nokkuð skiljanlega aðgerð fyrr í vikunni, að skikka bólusett fólk sem og óbólusett til að framvísa neikvæðri skimunarniðurstöðu við landamærin, olli ein og sér miklum titringi á stjórnarheimilinu og það er eins og það hafi komið mjög flatt upp á sum þar að þurfa að standa í þessu. Vonandi mun dagurinn í dag gefa andrými til þess að hægt sé að gera betur. Algjörlega óásættanlegasta niðurstaðan væri það sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið þessa viku, eitthvað hálfkák um að styðja við aðgerðirnar en samt eiginlega ekki, og nennuleysi þeirra sem bera þessa ábyrgð gagnvart því að setja sig almennilega inn í hvað er í gangi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun