Íslenski boltinn

Leik frestað vegna smits hjá Ólsurum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingur hefur aðeins náð í tvö stig í Lengjudeildinni í sumar.
Víkingur hefur aðeins náð í tvö stig í Lengjudeildinni í sumar.

Leik Víkings Ó. og Fram í Lengjudeild karla hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í leikmannahópi Ólsara.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net. Þar segir að leikmaður Víkings hafi greinst með kórónuveiruna og leikmannahópur liðsins sé á leið í skimun.

Leikur Víkings og Fram átti að fara fram í Ólafsvík annað kvöld. Ekki er komin ný dagsetning á hann.

Illa hefur gengið hjá Ólsurum í sumar en þeir eru aðeins með tvö stig á botni Lengjudeildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.

Fyrr í þessum mánuði tók Guðjón Þórðarson við þjálfun Víkings af Gunnari Einarssyni. Guðjón stýrði Víkinginum einnig seinni hluta síðasta tímabils.

Fram er með níu stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar og hefur ekki enn tapað leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×