Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin Viggó Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2021 10:30 Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Viggó Örn Jónsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun