Afvopnaður á ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 14:30 Siggi á Vaðbrekku í camo fötum frá toppi til táar við vörðu nokkra. @veidimeistarinn Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður. Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira