Enski boltinn

Tottenham fær ítalskan markvörð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pierluigi Gollini mun veita Hugo Lloris samkeppni um markmannsstöðu Tottenham.
Pierluigi Gollini mun veita Hugo Lloris samkeppni um markmannsstöðu Tottenham. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images

Tottenham Hotspur hefur fengið ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini að láni frá Atalanta.

Gollini skrifaði undir eins árs lánssamning með möguleika á kaupum að honum loknum. Talið er að kaupverðið verði þá tæpar 13 milljónir punda.

Árið 2016 lék Gollini 20 leiki fyrir Aston Villa í B-deildinni áður en hann gekk til liðs við Atalanta þar sem hann hefur leikið 89 leiki í Serie A.

 Þá á hann einnig að baki einn leik fyrir ítalska landsliðið ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landslið Ítalíu.

Gollini mun veita Hugo Lloris, fyrirliða Tottenham og franska landsliðsins, samkeppni um markmannsstöðuna. Einnig er Joe Hart, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, á mála hjá Lundúnaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×