„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 18:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira