Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2021 21:06 Páll Óskar hélt meðal annars uppi stuðinu við margmenni á Sæludögum árið 2019. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“ Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Er þetta annað árið í röð sem Skógarmenn KFUM, sem reka sumarbúðirnar í Vatnaskógi, taka ákvörðun um að aflýsa Sæludögum sem höfðu fyrir það verið haldnir á hverju ári frá 1992. „Í ljósi nýjustu samkomutakmarka stjórnvalda er það mat stjórnar Skógarmanna KFUM að ekki sé lengur forsvaranlegt að halda fyrirhugaða fjölskylduhátíð,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við erum þakklát þeim fjölmörgu aðilum sem hafa undanfarna daga staðið í ströngu við undirbúning hátíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá aðgöngumiða á hátíðina.“ Munu Skógarmenn endurgreiða aðgöngu- og gistikostnað sem þátttakendur hafa greitt vegna hátíðarinnar. Tóku ákvörðunina í dag eftir að nýjar takmarkanir voru tilkynntar „Þetta er skellur og við erum ægilega svekktir. Við vorum orðnir svo peppaðir fyrir þessu núna og höfðum góða tilfinningu fyrir þessu. En við látum það ekki eftir okkur að liggja að reyna að bæla þennan faraldur niður,“ segir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM, í samtali við Vísi. Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi nú á miðnætti sem kveða meðal annars á um 200 manna fjöldatakmark og eins metra reglu. „Við sjáum engan möguleika á að halda þetta með þessum reglum og það var ekki annað að gera en að blása þetta af í dag.“
Hvalfjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira