Þrettán ára gömul með Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 09:01 Momiji Nishiya sýnir gullverðlaunin sem hún vann í nótt. AP/Ben Curtis Japanska hjólabrettakonan Nishiya Momiji vann í nótt Ólympíugull í götukeppni á hjólabrettum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira
Heimakonan hafði betur eftir mikla baráttu við hina brasilísku Rayssu Leal. Momiji endaði með 15,26 stig en Leal varð önnur með 14,64 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á hjólabrettum á Ólympíuleikum en það var ekki það eina sögulega við keppnina. THIRTEEN YEAR OLDS on the podium Momiji Nishiya and Rayssa Leal took home Gold and Silver in the women s street finals! pic.twitter.com/tgrcKxnIY5— SportsCenter (@SportsCenter) July 26, 2021 Það sem vekur nefnilega sérstaka athygli er að gull og silfurverðlaunahafarnir eru báðar bara þrettán ára gamlar. Nishiya Momiji er fædd 30. ágúst 2007 og er því komin með Ólympíugull um hálsinn aðeins þrettán ára og 330 daga gömul. Rayssa Leal er fædd í janúar 2008 og er því enn yngri. Momiji er þriðji yngsti gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum frá upphafi. Metið á ennþá hin bandaríska Marjorie Gestring sem vann gull í dýfingum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 þá aðeins 13 ára og 267 daga gömul eða 63 dögum yngri en Nishiya. She's 13 years old. She's a skateboarder. And she's an Olympic gold medalist. Momiji Nishiya of Japan takes in the women's street final at #Tokyo2020. https://t.co/AXfeHMXiAz— The New York Times (@nytimes) July 26, 2021 Momiji hafði unnið silfur á heimsmeistaramótinu en heimsmeistarinn, Aori Nishimura, varð bara áttunda í úrslitunum í nótt. Hún er nítján ára gömul. Rayssa Leal fékk brons á HM. Funa Nakayama frá Japan, sem er sextán ára, var efst eftir undanrásirnar en varð að sætta sig við að fá bronsverðlaunin. Nishiya kláraði sínar æfingar á undan og þær Rayssa og Funa fengu því tækifæri til að komast upp fyrir hana í lokatilraun sinni. Rayssa datt í sinni æfingu og Funa gerði líka mistök. Á pallinum voru því tvær þrettán ára stelpur og ein sextán ára. Meðalaldur verðlaunahafa í greininni var því aðeins fjórtán ár. Momiji Nishiya wins the first #gold in women's #skateboarding.She s only 13. #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/c1Q4Iq0KKw— (@ayshardzn) July 26, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Hjólabretti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira