Ný rannsókn segir stafræn samskipti verri en engin samskipti Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2021 08:04 Betra væri að þetta fólk gæti hist í raunheimum. Pollyana Ventura/Getty Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum. The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira