Ný rannsókn segir stafræn samskipti verri en engin samskipti Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2021 08:04 Betra væri að þetta fólk gæti hist í raunheimum. Pollyana Ventura/Getty Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum. The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira