Lífið

Stjörnu­lífið: Húsa­vík á Húsa­vík, brúð­kaup og Vest­fjarða­draumar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
stjörnulífið
Samsett

Margt var um að vera um helgina þrátt fyrir að sóttvarnaaðgerðir tóku í gildi á miðnætti á laugardag. Margir flýttu sér út fyrir landsteinana en aðrir héldu sig innanlands og skoðuðu náttúruperlur Íslands. 

Tónlistarkonan Heiða Ólafsdóttir og Helgi Páll Helgason, doktor í tölvunarfræði, gengu í það heilaga um helgina.

Meðal gesta voru tónlistarkonurnar Margrét Helga, Regína Ósk og Hera Björk.

Söngkonan Svala Björgvins steig á svið á Mærudögum á Húsavík um helgina og lauk tónleikunum á að flytja lagið Húsavík, úr bíómyndinni Eurovision Song Contest. Gestir Mærudaga tóku vel í flutninginn og sungu með.

Haffi Haff spilaði með Svölu á Mærudögum.

Lögmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson nýtur lífsins á Suður-Ítalíu þessa dagana og hefur það greinilega gott.

Tónlistarkonan Hafdís Huld naut veðurblíðunnar á Vestfjörðum.

Crossfit stjarnan Katrín Tanja flaug til Madison í Bandaríkjunum þar sem heimsleikarnir í CrossFit hefjast á miðvikudaginn kemur.

Annie Mist lætur sig ekki vanta og hélt hún út til Madison um helgina.

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, bloggari og einkaþjálfari, tilkynnti um helgina að hún eigi von á sínu öðru barni.

Áhrifavaldurinn Lára Claussen nýtur lífsins í útlöndum. 

Áhrifavaldurinn og bloggarinn Elísabet Gunnars naut lífsins með manninum sínum Steini Jónssyni og börnum á Norðurlandi. 

Friðrik Ómar, Jógvan Hansen, Matti Matt og Vignir Snær Vigfússon kíktu út á lífið um helgina. 

Eliza Reid, forsetafrú, hvetur landsmenn til að gefa blóð. Hún gaf blóð í tuttugasta skipti á Íslandi fyrir helgi eftir áratugs barneignapásu. 

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime naut lífsins í hvítu.

Bubbi Morthens birti speglasjálfu.

Anna Fríða Gísladóttir fór í veiði í Laxá í Aðaldal um helgina. 

Dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir fór í ferðalag um landið með kærastanum sínum. 

Áhrifavaldurinn Pattra S naut lúxusfæðis. 

Eurovisionfarinn Daði Freyr steig á svið á tónlistarhátíðinni Standon Calling í Hertfordskíri um helgina. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, naut góðs veðurs með góðu fólki í Atlavík. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.