Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2021 07:00 Þeir sjö leikmenn sem Tottenham keypti fyrir hagnaðinn af sölunni á Gareth Bale. Frá vinstri: Paulinho, Christian Eriksen, Roberto Soldado, Nacer Chadli, Étienne Capoue, Vlad Chiriches og Erik Lamela. Vísir/Getty Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“ Tottenham eyddi samtals 109 milljónum punda og á einu sumri gerðu þeir tvo leikmenn að dýrasta leikmanni félagsins frá upphafi. Þeir sjö leikmenn sem félagið keypti voru: Paulinho, Christian Eriksen, Roberto Soldado, Nacer Chadli, Étienne Capoue, Vlad Chiriches og Erik Lamela. Í gær var greint frá því að Erik Lamela er á förum frá Tottenham í skiptidíl við Sevilla þar sem að Bryan Gil kemur til Lundúnaliðsins. Lamela var sá eini af þessum sjö sem keyptir voru sem var enn á mála hjá á félaginu. Fáir sem gerðu það gott Af þessum sjö leikmönnum voru það þó færri en fleiri sem gerðu það gott hjá Lundúnaliðinu. Þegar horft verður yfir þennan hóp eftir nokkur ár verða líklega fáir sem geta nafngreint fleiri en Christian Eriksen og Erik Lamela á þessari mynd sem fylgir fréttinni. Eriksen var um tíma með betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, en hann spilaði 305 leiki fyrir félagið, skoraði 69 mörk og bjó til önnur 89 fyrir liðsfélaga sína. Hann kostaði félagið ekki nema 11 milljónir punda og því hægt að segja að Tottenham hafi gert kjarakaup þegar þeir fengu Danann til liðs við sig. Christian Eriksen gerði góða hluti með Tottenham á sínum tíma.Tottenham Hotspur FC via Getty Images Það er erfitt að segja til um hvort að Lamela hafi gert það gott hjá Tottenham. Hann kom fyrir metfé frá Roma þegar Tottenham borgaði 30 milljónir punda fyrir hann. Hann var hinsvegar mikið meiddur. Á þeim átta árum sem hann var á mála hjá félaginu spilaði hann 177 leiki og skoraði í þeim aðeins 17 mörk. Stuðningsmenn Tottenham munu þó líklega helst minnast hans fyrir það hversu auðvelt hann átti með að komast undir skinnið hjá andstæðingum sínum og vinnuframlag sitt inni á vellinum. Á seinasta tímabili skoraði hann mark tímabilsins í leik gegn erkifjendum Tottenham þegar liðið mætti Arsenal. Í sama leik lét hann senda sig af velli með rautt spjald og það er líklega ágætis samantekt á tíma hans hjá Lundúnaliðinu. Erik Lamela to Sevilla Never forget his incredible rabona in the North London derby (via @SpursOfficial)pic.twitter.com/E75W9OWDSD— ESPN FC (@ESPNFC) July 26, 2021 Gleymdur gimsteinn Belginn Nacer Chadli kom til Tottenham frá hollenska félaginu FC Twente. Hann kostaði félagið aðeins sjö milljónir punda og tímabilið 2014-2015, þegar Tottenham var í harðri baráttu um enska meistaratitilinn, skoraði hann 13 mörk í öllum keppnum. Chadli var þrjú tímabil í herbúðum Tottenham, áður en hann var seldur til West Bromwich Albion fyrir tvöfalda þá upphæð sem félagið borgaði fyrir hann. Chadli fagnar marki fyrir Tottenham.vísir/getty Þeir sem náðu ekki að heilla Paulinho, Roberto Soldado, Vlad Chiriches og Étienne Capoue náðu aldrei að standast þær væntingar sem gerðar voru til þeirra. Étienne Capoue kom frá franska félaginu Toulouse og spilaði 36 leiki fyrir Tottenham. Hann var mikið meiddur og fékk fáa sénsa, bæði undir stjórn Tim Sherwood og síðar Mauricio Pochettino. Paulinho var kallaður „brasilíski John Terry“ við komu sína til félagsins. Það er skemmst frá því að segja að hann var ansi langt frá því að ná þeim hæðum sem Terry náði á sínum tíma. Paulinho skoraði þrjú mörk í fyrstu átta leikjum sínum fyrir Tottenham, og leit út fyrir að félagaið hafi gert kjarakaup þegar þeir borguðu 17 milljónir punda fyrir hann. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti og spilaði aðeins þrjá leiki á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann flutti sig yfir í kínversku deildina árið 2015. Tveim árum seinna var hann keyptur til Barcelona, öllum að óvörum, þar sem hann skoraði níu mörk í 34 leikjum. Það gekk lítið hjá Paulinho að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni.vísir/getty Roberto Soldado er annar sem náði ekki að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði verið í fantaformi í spænsku deildinni áður en hann var keyptur til Tottenham á metfé. Spænski framherjinn byrjaði vel og skoraði fjögur mörk í sínum fyrstu þrem leikjum á Englandi. Hann náði þó ekki að halda þessu góða gengi áfram og bætti aðeins tveimur mörkum við í deildinni það tímabilið. Hann skoraði samtals sjö mörk í 52 leikjum og það eina jákvæða sem stuðningsmenn félagsins geta séð á dvöl hans í Lundúnum er að hans slæma frammistaða varð til þess að Harry nokkur Kane fékk tækifærið. Roberto Soldado gekk illa að skora í Tottenhamtreyjunni.Visir/Getty Vlad Chiriches kom til Tottenham frá Steaua Bucharest fyrir átta og hálfa milljón punda. Þessi rúmenski varnarmaður spilaði 41 leik fyrir félagið á tveimur árum og skoraði í þeim tvö mörk. Hans tíma hjá Tottenham verður líklega helst minnst fyrir tvennt. Annars vegar það að umboðsmaðurinn hans sagði að ef hann ætti eitt eða tvö góð tímabil hjá Tottenham þá væri Chelsea tilbúið að borga góða fjárhæð fyrir hann. Og hinsvegar þegar myndir af honum detta fyrir utan næturklúbb nokkrum dögum fyrir 5-1 tap gegn Manchester City birtust. EXCLUSIVE! First photo of all seven new #THFC signings pic.twitter.com/WEAxaz22IT— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 13, 2013 Nú berast fréttir af því að mögulega sé Harry Kane á förum frá félaginu fyrir töluvert hærri upphæð en Real Madrid borgaði fyrir Bale á sínum tíma. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Tottenham eyðir þeim fjármunum ef af þeirri sölu verður. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Tottenham eyddi samtals 109 milljónum punda og á einu sumri gerðu þeir tvo leikmenn að dýrasta leikmanni félagsins frá upphafi. Þeir sjö leikmenn sem félagið keypti voru: Paulinho, Christian Eriksen, Roberto Soldado, Nacer Chadli, Étienne Capoue, Vlad Chiriches og Erik Lamela. Í gær var greint frá því að Erik Lamela er á förum frá Tottenham í skiptidíl við Sevilla þar sem að Bryan Gil kemur til Lundúnaliðsins. Lamela var sá eini af þessum sjö sem keyptir voru sem var enn á mála hjá á félaginu. Fáir sem gerðu það gott Af þessum sjö leikmönnum voru það þó færri en fleiri sem gerðu það gott hjá Lundúnaliðinu. Þegar horft verður yfir þennan hóp eftir nokkur ár verða líklega fáir sem geta nafngreint fleiri en Christian Eriksen og Erik Lamela á þessari mynd sem fylgir fréttinni. Eriksen var um tíma með betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, en hann spilaði 305 leiki fyrir félagið, skoraði 69 mörk og bjó til önnur 89 fyrir liðsfélaga sína. Hann kostaði félagið ekki nema 11 milljónir punda og því hægt að segja að Tottenham hafi gert kjarakaup þegar þeir fengu Danann til liðs við sig. Christian Eriksen gerði góða hluti með Tottenham á sínum tíma.Tottenham Hotspur FC via Getty Images Það er erfitt að segja til um hvort að Lamela hafi gert það gott hjá Tottenham. Hann kom fyrir metfé frá Roma þegar Tottenham borgaði 30 milljónir punda fyrir hann. Hann var hinsvegar mikið meiddur. Á þeim átta árum sem hann var á mála hjá félaginu spilaði hann 177 leiki og skoraði í þeim aðeins 17 mörk. Stuðningsmenn Tottenham munu þó líklega helst minnast hans fyrir það hversu auðvelt hann átti með að komast undir skinnið hjá andstæðingum sínum og vinnuframlag sitt inni á vellinum. Á seinasta tímabili skoraði hann mark tímabilsins í leik gegn erkifjendum Tottenham þegar liðið mætti Arsenal. Í sama leik lét hann senda sig af velli með rautt spjald og það er líklega ágætis samantekt á tíma hans hjá Lundúnaliðinu. Erik Lamela to Sevilla Never forget his incredible rabona in the North London derby (via @SpursOfficial)pic.twitter.com/E75W9OWDSD— ESPN FC (@ESPNFC) July 26, 2021 Gleymdur gimsteinn Belginn Nacer Chadli kom til Tottenham frá hollenska félaginu FC Twente. Hann kostaði félagið aðeins sjö milljónir punda og tímabilið 2014-2015, þegar Tottenham var í harðri baráttu um enska meistaratitilinn, skoraði hann 13 mörk í öllum keppnum. Chadli var þrjú tímabil í herbúðum Tottenham, áður en hann var seldur til West Bromwich Albion fyrir tvöfalda þá upphæð sem félagið borgaði fyrir hann. Chadli fagnar marki fyrir Tottenham.vísir/getty Þeir sem náðu ekki að heilla Paulinho, Roberto Soldado, Vlad Chiriches og Étienne Capoue náðu aldrei að standast þær væntingar sem gerðar voru til þeirra. Étienne Capoue kom frá franska félaginu Toulouse og spilaði 36 leiki fyrir Tottenham. Hann var mikið meiddur og fékk fáa sénsa, bæði undir stjórn Tim Sherwood og síðar Mauricio Pochettino. Paulinho var kallaður „brasilíski John Terry“ við komu sína til félagsins. Það er skemmst frá því að segja að hann var ansi langt frá því að ná þeim hæðum sem Terry náði á sínum tíma. Paulinho skoraði þrjú mörk í fyrstu átta leikjum sínum fyrir Tottenham, og leit út fyrir að félagaið hafi gert kjarakaup þegar þeir borguðu 17 milljónir punda fyrir hann. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti og spilaði aðeins þrjá leiki á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann flutti sig yfir í kínversku deildina árið 2015. Tveim árum seinna var hann keyptur til Barcelona, öllum að óvörum, þar sem hann skoraði níu mörk í 34 leikjum. Það gekk lítið hjá Paulinho að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni.vísir/getty Roberto Soldado er annar sem náði ekki að fóta sig í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði verið í fantaformi í spænsku deildinni áður en hann var keyptur til Tottenham á metfé. Spænski framherjinn byrjaði vel og skoraði fjögur mörk í sínum fyrstu þrem leikjum á Englandi. Hann náði þó ekki að halda þessu góða gengi áfram og bætti aðeins tveimur mörkum við í deildinni það tímabilið. Hann skoraði samtals sjö mörk í 52 leikjum og það eina jákvæða sem stuðningsmenn félagsins geta séð á dvöl hans í Lundúnum er að hans slæma frammistaða varð til þess að Harry nokkur Kane fékk tækifærið. Roberto Soldado gekk illa að skora í Tottenhamtreyjunni.Visir/Getty Vlad Chiriches kom til Tottenham frá Steaua Bucharest fyrir átta og hálfa milljón punda. Þessi rúmenski varnarmaður spilaði 41 leik fyrir félagið á tveimur árum og skoraði í þeim tvö mörk. Hans tíma hjá Tottenham verður líklega helst minnst fyrir tvennt. Annars vegar það að umboðsmaðurinn hans sagði að ef hann ætti eitt eða tvö góð tímabil hjá Tottenham þá væri Chelsea tilbúið að borga góða fjárhæð fyrir hann. Og hinsvegar þegar myndir af honum detta fyrir utan næturklúbb nokkrum dögum fyrir 5-1 tap gegn Manchester City birtust. EXCLUSIVE! First photo of all seven new #THFC signings pic.twitter.com/WEAxaz22IT— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 13, 2013 Nú berast fréttir af því að mögulega sé Harry Kane á förum frá félaginu fyrir töluvert hærri upphæð en Real Madrid borgaði fyrir Bale á sínum tíma. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Tottenham eyðir þeim fjármunum ef af þeirri sölu verður.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira