Stórborgin Sydney tilheyrir ríkinu meðal annars og er nú talið að hinar hörðu samkomutakmarkanir verði í gildi um mánaða skeið í viðbót.
Forsætisráðherra ríkisins Gladys Berejiklian segir að ágústmánuð verði að nýta vel í bóluefnagjöf og hvetur hún alla sem vettlingi geta valdið að mæta í sprautu. Líklega þarf þó að viðhalda útgöngubanni í ríkinu út september. Til stóð að losa takmarkanirnar á laugardaginn kemur en af því verður ekki.
Vandamálið er að aðeins er búið að bólusetja um 13 prósent Ástrala og því hefur Delta-afbrigði veirunnar leikið landið grátt. Tveir hafa látist síðasta sólarhringinn en í báðum tilfellum var um að ræða óbólusettar konur á níræðisaldri.