Enski boltinn

Alderweireld farinn til Katar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toby Alderweireld hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Tottenham.
Toby Alderweireld hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Tottenham. getty/Visionhaus

Belgíski landsliðsmaðurinn Toby Alderweireld er farinn frá Tottenham til Al-Duhail í Katar.

Alderweireld kom til Tottenham frá Atlético Madrid 2015. Tímabilið 2014-15 lék hann sem lánsmaður með Southampton.

Belginn lék 236 leiki fyrir Tottenham og var í liðinu sem komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2019.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tottenham í sumar en í gær skipti liðið á Bryan Gil og Erik Lamela.

Tottenham hefur einnig fengið ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini frá Atalanta. Þá er Tottenham komið með nýjan knattspyrnustjóra, Nuno Espírito Santo.

Tottenham endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst í úrslit deildabikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City.


Tengdar fréttir

Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham

Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×