Brauð með hnetusmjöri hættulegra en bóluefni gegn covid Kári Gautason skrifar 27. júlí 2021 15:00 Eftir að hafa fengið mánuð í sumarfrí frá sóttvarnarráðstöfunum er búið að setja á samkomutakmarkanir á nýjan leik. Eðlilega velta margir fyrir sér hvað eigi að gera nú – fyrst að bólusetningarnar virðast á þessum tímapunkti ekki duga til þess að vinna bug á pestinni fyrir fullt og allt. Gleðskap og mannamótum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst, landsspítalinn er á hættustigi og grímuskylda hefur víða verið tekin upp á nýjan leik. Þetta er upphafið á kvikmynd sem við höfum öll séð áður. Myndin heitir Covid-þrot og var spiluð þrívegis í fyrra. Eins og áður klífa fram sömu lukkuriddararnir beljandi um að stjórnvöld hafi klúðrað málunum og að það séu í staðinn þeir sem séu með svörin. Árangur stjórnvalda í bólusetningum breytir leiknum Það er þó mikill munur á þessari bíómynd og þeim fyrri. Því var lofað, og við það var staðið að þorri þjóðarinnar yrði bólusettur fyrir mitt árið 2021. Nú er búið að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir covid, eða 90,2% af þeim sem eru 16 ára og eldri. Hlutfallið er nærri 100% hjá eldra fólki, en það er sá hópur sem er líklegastur til þess að veikjast alvarlega. Bóluefnin sem um ræðir eru ein stærstu afrek vísindanna frá upphafi. Það verður ekki sagt nógu oft. Hraðinn við uppgötvun, prófun og fjöldaframleiðslu er margfaldur á við það sem best gerðist áður. Ekki nóg með það, þau óhemju örugg. Það væri mun hættulegra að gefa allri þjóðinni ristað brauð með hnetusmjöri heldur en bóluefni gegn covid. Bóluefni Pfizer og Moderna draga úr líkunum á því að veikjast alvarlega um u.þ.b. 90%. Það eru sárafá bóluefni við nokkurri pest sem státa af viðlíka eiginleikum. Þessar staðreyndir breyta framvindu bíómyndarinnar. Þessi árangur í bólusetningum er ekki sjálfgefinn. Það er okkar gæfa að þátttaka í bólusetningum hefur verið mikil hérlendis. Sé litið vestur um atlantshafsálanna þá hafa bólusetningar orðið menningarstríðunum svokölluðu að bráð. Það birtist í því að nær allir sem skilgreina sig sem demókrata eru bólusettir eða ætla að láta bólusetja sig – á meðan tæpur helmingur þeirra sem skilgreina sig sem repúblikana hefur látið eða ætlar að láta bólusetja sig. Niðurstaðan er sú að smitum fjölgar dag frá degi. Af hverjum þúsund sem núna látast af Covid í Bandaríkjunum eru 999 óbólusettir. Höfðu vísindamenn og íslensk stjórnvöld rangt fyrir sér? En nú þegar smit eru í örum vexti hérlendis, eru margir sem byrja að efast um gagnsemi bólusetninganna og aðgerðir stjórnvalda. Höfðu vísindamenn og íslensk stjórnvöld þá rangt fyrir sér? Skýringin á nýgengni smita undanfarna daga liggur meðal annars í auknu smitnæmi delta afbragðisins. Þetta aukna smitnæmi kallar á að enn fleiri verði bólusettir til að hjarðónæmi náist. Fyrirætlanir eru um að gefa aukaskot af bóluefnum Pfizer eða Moderna (mRNA bóluefnum) til þeirra sem bólusett voru með Jansen og Astra Zeneca, til þess að bæta við vörn þeirra. Nýlegar greinar í m.a. tímaritinu Nature hafa sýnt fram á að slíkar blöndur geta gefið mjög góða vörn. Auk þess þarf að reyna að ná til þeirra þúsunda íslendinga sem ekki létu bólusetja sig í fyrstu boðun ásamt því að bólusetja fleiri í yngri aldurshópum. Á meðan unnið er að því að koma þessum áætlunum í framkvæmd er mikilvægt að halda aftur að stórvægilegum hópsmitum. Líkt og bent hefur verið á þá eru hópsmit besta leið kórónaveirunnar til þess að halda dampi – séu slíkum atburðum sett takmörk þá á pestin erfiðara með að ná sér á flug. Því er engin ástæða að efast um gagnsemi bóluefna né um þær tímabundnu takmarkanir stjórnvalda sem tóku nýverið gildi nema síður sé. Fjórða bylgjan blæs yfir Þessi fjórða bylgja verður sennilega sú stærsta frá upphafi. Eftir félagslega þurrka síðustu 18 mánuði þyrstir marga skiljanlega í veislur og mannamót. Vegna sumarleyfa ferðast smitin auðveldlega með ferðalöngum á milli landshluta. Fleiri eru líka einkennalausir við smit en áður og fara því ekki í skimun. En að sama skapi er langlíklegast að þessi bylgja muni valda minna tjóni en fyrri bylgjur. Skýringin er sú að búið er að bólusetja mikinn meirihluta þjóðarinnar. Svo einfalt er það. Sennilega er þetta ekki síðasta bylgjan heldur. Því þó að það hafi gengið óhemjuhratt að búa til bóluefnin þá hefur ekki gengið jafn greiðlega að framleiða það í nægjanlegu magni svo að bólusetja megi alla heimsbyggðina. Á eftir delta munu líklegast bætast við fleiri grískir stafir. En hingað til hafa bóluefnin, sérstaklega mRNA bóluefnin, veitt mjög góða vörn gegn veikindum. Nákvæmlega hversu góða vörn mun næsta vika leiða í ljós. Ef að innlögnum á sjúkrahús fjölgar hægt og ekki í hlutfalli við smit þá erum við í ágætis málum. Enn meira öryggi fáum við svo ef hlutfall bólusettra heldur áfram að aukast. Einungis þannig fáum við varanlegan frið í covid stríðinu og getum tekið til við að ræða önnur mál. Af nógu er að taka. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa fengið mánuð í sumarfrí frá sóttvarnarráðstöfunum er búið að setja á samkomutakmarkanir á nýjan leik. Eðlilega velta margir fyrir sér hvað eigi að gera nú – fyrst að bólusetningarnar virðast á þessum tímapunkti ekki duga til þess að vinna bug á pestinni fyrir fullt og allt. Gleðskap og mannamótum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst, landsspítalinn er á hættustigi og grímuskylda hefur víða verið tekin upp á nýjan leik. Þetta er upphafið á kvikmynd sem við höfum öll séð áður. Myndin heitir Covid-þrot og var spiluð þrívegis í fyrra. Eins og áður klífa fram sömu lukkuriddararnir beljandi um að stjórnvöld hafi klúðrað málunum og að það séu í staðinn þeir sem séu með svörin. Árangur stjórnvalda í bólusetningum breytir leiknum Það er þó mikill munur á þessari bíómynd og þeim fyrri. Því var lofað, og við það var staðið að þorri þjóðarinnar yrði bólusettur fyrir mitt árið 2021. Nú er búið að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir covid, eða 90,2% af þeim sem eru 16 ára og eldri. Hlutfallið er nærri 100% hjá eldra fólki, en það er sá hópur sem er líklegastur til þess að veikjast alvarlega. Bóluefnin sem um ræðir eru ein stærstu afrek vísindanna frá upphafi. Það verður ekki sagt nógu oft. Hraðinn við uppgötvun, prófun og fjöldaframleiðslu er margfaldur á við það sem best gerðist áður. Ekki nóg með það, þau óhemju örugg. Það væri mun hættulegra að gefa allri þjóðinni ristað brauð með hnetusmjöri heldur en bóluefni gegn covid. Bóluefni Pfizer og Moderna draga úr líkunum á því að veikjast alvarlega um u.þ.b. 90%. Það eru sárafá bóluefni við nokkurri pest sem státa af viðlíka eiginleikum. Þessar staðreyndir breyta framvindu bíómyndarinnar. Þessi árangur í bólusetningum er ekki sjálfgefinn. Það er okkar gæfa að þátttaka í bólusetningum hefur verið mikil hérlendis. Sé litið vestur um atlantshafsálanna þá hafa bólusetningar orðið menningarstríðunum svokölluðu að bráð. Það birtist í því að nær allir sem skilgreina sig sem demókrata eru bólusettir eða ætla að láta bólusetja sig – á meðan tæpur helmingur þeirra sem skilgreina sig sem repúblikana hefur látið eða ætlar að láta bólusetja sig. Niðurstaðan er sú að smitum fjölgar dag frá degi. Af hverjum þúsund sem núna látast af Covid í Bandaríkjunum eru 999 óbólusettir. Höfðu vísindamenn og íslensk stjórnvöld rangt fyrir sér? En nú þegar smit eru í örum vexti hérlendis, eru margir sem byrja að efast um gagnsemi bólusetninganna og aðgerðir stjórnvalda. Höfðu vísindamenn og íslensk stjórnvöld þá rangt fyrir sér? Skýringin á nýgengni smita undanfarna daga liggur meðal annars í auknu smitnæmi delta afbragðisins. Þetta aukna smitnæmi kallar á að enn fleiri verði bólusettir til að hjarðónæmi náist. Fyrirætlanir eru um að gefa aukaskot af bóluefnum Pfizer eða Moderna (mRNA bóluefnum) til þeirra sem bólusett voru með Jansen og Astra Zeneca, til þess að bæta við vörn þeirra. Nýlegar greinar í m.a. tímaritinu Nature hafa sýnt fram á að slíkar blöndur geta gefið mjög góða vörn. Auk þess þarf að reyna að ná til þeirra þúsunda íslendinga sem ekki létu bólusetja sig í fyrstu boðun ásamt því að bólusetja fleiri í yngri aldurshópum. Á meðan unnið er að því að koma þessum áætlunum í framkvæmd er mikilvægt að halda aftur að stórvægilegum hópsmitum. Líkt og bent hefur verið á þá eru hópsmit besta leið kórónaveirunnar til þess að halda dampi – séu slíkum atburðum sett takmörk þá á pestin erfiðara með að ná sér á flug. Því er engin ástæða að efast um gagnsemi bóluefna né um þær tímabundnu takmarkanir stjórnvalda sem tóku nýverið gildi nema síður sé. Fjórða bylgjan blæs yfir Þessi fjórða bylgja verður sennilega sú stærsta frá upphafi. Eftir félagslega þurrka síðustu 18 mánuði þyrstir marga skiljanlega í veislur og mannamót. Vegna sumarleyfa ferðast smitin auðveldlega með ferðalöngum á milli landshluta. Fleiri eru líka einkennalausir við smit en áður og fara því ekki í skimun. En að sama skapi er langlíklegast að þessi bylgja muni valda minna tjóni en fyrri bylgjur. Skýringin er sú að búið er að bólusetja mikinn meirihluta þjóðarinnar. Svo einfalt er það. Sennilega er þetta ekki síðasta bylgjan heldur. Því þó að það hafi gengið óhemjuhratt að búa til bóluefnin þá hefur ekki gengið jafn greiðlega að framleiða það í nægjanlegu magni svo að bólusetja megi alla heimsbyggðina. Á eftir delta munu líklegast bætast við fleiri grískir stafir. En hingað til hafa bóluefnin, sérstaklega mRNA bóluefnin, veitt mjög góða vörn gegn veikindum. Nákvæmlega hversu góða vörn mun næsta vika leiða í ljós. Ef að innlögnum á sjúkrahús fjölgar hægt og ekki í hlutfalli við smit þá erum við í ágætis málum. Enn meira öryggi fáum við svo ef hlutfall bólusettra heldur áfram að aukast. Einungis þannig fáum við varanlegan frið í covid stríðinu og getum tekið til við að ræða önnur mál. Af nógu er að taka. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun