Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 23:10 Joey Jordison á tónleikum með Vimic árið 2017. Getty/Jeff Hahne Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í frétt Rolling Stone er vitnað í tilkynningu frá fjölskyldu Jordison þar sem fjölskyldan biður um næði og kemur fram að útför verði haldin í kyrrþey. Jordison var áður í þungarokkshljómsveit sem kallaðist the Pale Ones eða „hinir fölu“ og seinna meir Meld. Árið 1995 breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Slipknot. Á sviði báru meðlimir hljómsveitarinnar grímur og innan nokkurra ára náði hljómsveitin miklum vinsældum í heimi þungarokksins og jafnvel víðar. Árið 2013 yfirgaf Jordison hljómsveitin af heilsufarsástæðum. Rolling Stone vitnar í viðtal við Jordison frá 2016 þar sem hann sagðist hafa greinst með form af MS sem hafi komið í veg fyrir að hann gæti spilað á trommur. Jordison sagðist hafa reynt að vinna á sjúkdómnum og finna sig í tónlistinni aftur með hljómsveit sem kallaðist Vimic. Auk þess spilaði hann með öðrum hljómsveitum í gegnum árin og stundum spilaði hann á gítar. Eitt vinsælasta lag Slipknot er Wait and Bleed.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira