Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 09:50 Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru á niðurleið þegar þeir króknuðu úr kulda á K2. Facebook Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. Líkin fundust rétt ofan við svokallaðan flöskuháls á fjallinu, sem er síðasti áfangi göngumanna að toppinum. Á búnaði þeirra sést að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn þetta til staðfestingar á því að þeir hafi náð toppinum en látist á leið sinni niður. for search of bodies and summiting the K-2 in honour and as tribute to his companions. As per instruments and presence of fig8 it is now confirmed that climbers had summited K2 in winters and were frozen to death due to storm on their way back. #MissionSadpara #HonourAliSadpara— Team Ali Sadpara (@ali_sadpara) July 28, 2021 Þeir virðast hafa lent í stormi á leið sinni niður og króknað úr kulda. Fjölskylda John Snorra greindi frá því í tilkynningu í gærmorgun að sterkar vísbendingar væru um að þeir hefðu náð toppi fjallsins þennan dag. Markmið ferðarinnar var að ná toppi fjallsins fyrstir manna að vetrarlagi en hópur nepalskra fjallgöngumanna náði þeim áfanga á meðan John Snorri og samferðarmenn hans voru neðar í fjallinu. Líkin fundust á mánudag af þeim John Snorra og Ali Sadpara og það þriðja síðar sama dag af Juan Pablo Mohr. Sonur Sadpara, sem fór fyrir leitinni, segist hafa komið líkum þeirra á öruggan stað en ekki er hægt að sækja þau strax vegna aðstæðna á fjallinu. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Líkin fundust rétt ofan við svokallaðan flöskuháls á fjallinu, sem er síðasti áfangi göngumanna að toppinum. Á búnaði þeirra sést að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn þetta til staðfestingar á því að þeir hafi náð toppinum en látist á leið sinni niður. for search of bodies and summiting the K-2 in honour and as tribute to his companions. As per instruments and presence of fig8 it is now confirmed that climbers had summited K2 in winters and were frozen to death due to storm on their way back. #MissionSadpara #HonourAliSadpara— Team Ali Sadpara (@ali_sadpara) July 28, 2021 Þeir virðast hafa lent í stormi á leið sinni niður og króknað úr kulda. Fjölskylda John Snorra greindi frá því í tilkynningu í gærmorgun að sterkar vísbendingar væru um að þeir hefðu náð toppi fjallsins þennan dag. Markmið ferðarinnar var að ná toppi fjallsins fyrstir manna að vetrarlagi en hópur nepalskra fjallgöngumanna náði þeim áfanga á meðan John Snorri og samferðarmenn hans voru neðar í fjallinu. Líkin fundust á mánudag af þeim John Snorra og Ali Sadpara og það þriðja síðar sama dag af Juan Pablo Mohr. Sonur Sadpara, sem fór fyrir leitinni, segist hafa komið líkum þeirra á öruggan stað en ekki er hægt að sækja þau strax vegna aðstæðna á fjallinu.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13
Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51