Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 23:29 Ariel Henry vill blása til kosninga sem fyrst en það var einmitt ástæðan sem Moise tilnefndi hann í starfið, að hann sæi um framkvæmd kosninga. EPA-EFE/Orlando Barria Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar. Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar.
Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44