Að vera óánægður í nýju vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Það er erfitt að mæta til vinnu dag eftir dag en upplifa sig óánægðan í vinnunni. Og það kannski í nýrri vinnu. Vísir/Getty Á tímum heimsfaraldurs upplifa flestir þakklæti fyrir það að hafa vinnu og framfærsluöryggi. Og þeir sem hafa upplifað atvinnuleysi, eru ekki síst þakklátir þegar þeir fá loksins starf. En hvað ef okkur líður þannig að við erum svo óánægð í nýju vinnunni? Að vera nýbúin að ráða sig til vinnu og átta sig á því að við erum mjög óánægð í nýju vinnunni er erfið tilfinning að glíma við. Margir fá jafnvel samviskubit yfir því að vera ekki ánægð. Ekki síst á tímum Covid. En tilfinningarnar okkar geta verið svo allt aðrar en skynsemi. Spurningin er þá þessi: Hvað ætlum við að gera í stöðunni? Því varla gagnast það okkur að halda bara áfram að vera óánægð alla daga? Í umfjöllun Harvard Business Review er á það bent að mikilvægast fyrir okkur er að vera raunhæf. Ekki aðeins með tilliti til þess hver staðan er á vinnumarkaði almennt, heldur þurfum við einnig að minna okkur á að ekkert starf er til sem er 100% einungis frábært. Gott fyrsta skref er að spyrja okkur sjálf: Hvað í þessu starfi er að gagnast mér mest og best? Svarið gæti verið: Ég fæ laun Framfærsluöryggið er gott fyrir fjölskylduna mína, maka, börn og heimili Á ferilskránni minni sést að ég var ekki atvinnulaus nema í XXX tíma Á launum get ég lifað áfram þeim lífstíl sem ég helst kýs, til dæmis notið áhugamála minna Ég kynnist nýju fólki Mér líður betur með vinnu en án vinnu og í óöryggi Ég kann það sem ég var ráðin til að gera og get nýtt styrkleika mína Ég get þjálfað mig í að verða betri í einhverju Að beina huganum að því sem jákvætt er og að þakklæti, hjálpar okkur að byggja upp ánægju og vellíðan. En hvað ef hugurinn er fastur í því að þetta sé aðeins tímabundið starf? Fyrir vikið bíðum við og bíðum eftir því að geta hætt í starfinu sem fyrst og ráðið okkur í betra starf? Að sögn sérfræðinga er þetta viðhorf sem fólk ætti að forðast. Því þótt ráðningin sé tímabundin gerir það okkur ekki gagn að hugsa of mikið um það. Þvert á móti gerir það okkur gagn að leggja okkur fram í starfið og hugsa það í rauninni til langstímalitið, óháð því hvernig málin þróast. Að þjálfa hugann í þessa átt hjálpar okkur til að líða betur og við nýtumst vinnuveitandanum betur sem starfsmaður. En hvað ef það er eitthvað í nýju vinnunni sem þú ert hreinlega ekki að halda út? Segjum til dæmis sá parturinn sem snýr að sölumennskunni? Ef starfið er þannig að það er eitthvað eitt ákveðið verkefni eða hluti af starfinu sem þú átt erfitt með, er gott að velta því fyrir sér hvort tilefni sé til að ræða þann partinn við yfirmann þinn. Að minnsta kosti gagnast það þér ekkert að vera í sífelldu samtali við sjálfan þig í huganum, um hversu erfitt þér finnst þessi verkefnahluti vera. Að ræða við yfirmanninn þýðir ekkert endilega að þú ræðir þig í gegnum það að mega þá sleppa þessum hluta starfsins, til dæmis sölumennskunni. En kannski getur yfirmaðurinn þinn leiðbeint þér eða komið því betur í farveg, að þú fáir aðstoð, þjálfun eða góð ráð sem gerir þér auðveldara með að ráða við tiltekið verkefni. Loks máttu spyrja sjálfan þig: Hvernig er skynsamlegast fyrir þig að nýta þennan tíma með framtíðar atvinnumöguleika í huga? Ein leiðin er til dæmis að skoða hvort það séu einhver sniðug námskeið sem hægt er að taka samhliða vinnu, sem færa okkur nýja þekkingu og skapa mögulega fyrr tækifæri fyrir frekari starfsþróun eða breytingar. Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Að vera nýbúin að ráða sig til vinnu og átta sig á því að við erum mjög óánægð í nýju vinnunni er erfið tilfinning að glíma við. Margir fá jafnvel samviskubit yfir því að vera ekki ánægð. Ekki síst á tímum Covid. En tilfinningarnar okkar geta verið svo allt aðrar en skynsemi. Spurningin er þá þessi: Hvað ætlum við að gera í stöðunni? Því varla gagnast það okkur að halda bara áfram að vera óánægð alla daga? Í umfjöllun Harvard Business Review er á það bent að mikilvægast fyrir okkur er að vera raunhæf. Ekki aðeins með tilliti til þess hver staðan er á vinnumarkaði almennt, heldur þurfum við einnig að minna okkur á að ekkert starf er til sem er 100% einungis frábært. Gott fyrsta skref er að spyrja okkur sjálf: Hvað í þessu starfi er að gagnast mér mest og best? Svarið gæti verið: Ég fæ laun Framfærsluöryggið er gott fyrir fjölskylduna mína, maka, börn og heimili Á ferilskránni minni sést að ég var ekki atvinnulaus nema í XXX tíma Á launum get ég lifað áfram þeim lífstíl sem ég helst kýs, til dæmis notið áhugamála minna Ég kynnist nýju fólki Mér líður betur með vinnu en án vinnu og í óöryggi Ég kann það sem ég var ráðin til að gera og get nýtt styrkleika mína Ég get þjálfað mig í að verða betri í einhverju Að beina huganum að því sem jákvætt er og að þakklæti, hjálpar okkur að byggja upp ánægju og vellíðan. En hvað ef hugurinn er fastur í því að þetta sé aðeins tímabundið starf? Fyrir vikið bíðum við og bíðum eftir því að geta hætt í starfinu sem fyrst og ráðið okkur í betra starf? Að sögn sérfræðinga er þetta viðhorf sem fólk ætti að forðast. Því þótt ráðningin sé tímabundin gerir það okkur ekki gagn að hugsa of mikið um það. Þvert á móti gerir það okkur gagn að leggja okkur fram í starfið og hugsa það í rauninni til langstímalitið, óháð því hvernig málin þróast. Að þjálfa hugann í þessa átt hjálpar okkur til að líða betur og við nýtumst vinnuveitandanum betur sem starfsmaður. En hvað ef það er eitthvað í nýju vinnunni sem þú ert hreinlega ekki að halda út? Segjum til dæmis sá parturinn sem snýr að sölumennskunni? Ef starfið er þannig að það er eitthvað eitt ákveðið verkefni eða hluti af starfinu sem þú átt erfitt með, er gott að velta því fyrir sér hvort tilefni sé til að ræða þann partinn við yfirmann þinn. Að minnsta kosti gagnast það þér ekkert að vera í sífelldu samtali við sjálfan þig í huganum, um hversu erfitt þér finnst þessi verkefnahluti vera. Að ræða við yfirmanninn þýðir ekkert endilega að þú ræðir þig í gegnum það að mega þá sleppa þessum hluta starfsins, til dæmis sölumennskunni. En kannski getur yfirmaðurinn þinn leiðbeint þér eða komið því betur í farveg, að þú fáir aðstoð, þjálfun eða góð ráð sem gerir þér auðveldara með að ráða við tiltekið verkefni. Loks máttu spyrja sjálfan þig: Hvernig er skynsamlegast fyrir þig að nýta þennan tíma með framtíðar atvinnumöguleika í huga? Ein leiðin er til dæmis að skoða hvort það séu einhver sniðug námskeið sem hægt er að taka samhliða vinnu, sem færa okkur nýja þekkingu og skapa mögulega fyrr tækifæri fyrir frekari starfsþróun eða breytingar.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur? 28. júlí 2021 07:01
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00