Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 18:40 Hér má sjá skjáskot af beinni útsendingu af því þegar Nauka tengdist geimstöðinni í dag. AP/Roscosmos Eftir að ný rússnesk eining var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í dag, kviknaði óvænt á hreyflum einingarinnar svo geimstöðin færðist úr stöðu sinni á braut um jörðu. Hreyflarnir voru í gangi í nokkrar mínútur og voru hreyflar annarra eininga geimstöðvarinnar notaðir til að vega upp á móti hinum. Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu. Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Engan sakaði og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna segir að geimstöðin sé komin aftur á réttan stað. Nauka-einingin var tengd við geimstöðina á öðrum tímanum í dag, að íslenskum tíma. Skömmu fyrir klukkan fimm fóru hreyflar einingarinnar í gang, samkvæmt umfjöllun Spaceflightnow. Ekki liggur fyrir hvað olli því að hreyflar Nauka fóru í gang. Welcome to the space station, Nauka! The Multipurpose Laboratory Module (MLM) successfully docked at 9:29 a.m. EDT. https://t.co/YmAVcYNc6G pic.twitter.com/WVzddwFsEw— International Space Station (@Space_Station) July 29, 2021 Til stendur að skjóta Starliner, nýju geimfari Boeing, til geimstöðvarinnar á morgun. Nú er hins vegar búist við því að geimskotinu verði frestað á meðan vísindamenn reyna að komast til botns í því af hverju kviknaði á hreyflunum. Í frétt Reuters segir að frá því Nauka var skotið á loft í síðustu viku hafi ýmsar veilur litið dagsins ljós sem ollu áhyggjum um að tenging einingarinnar myndi ekki ganga snurðulaust fyrir sig. NASA segir allt vera orðið eðlilegt um borð í geimstöðinni og áhöfnin hafi aldrei verið í neinni hættu. Halda á blaðamannafund um málið á eftir. ICYMI: Earlier today, the Russian Nauka module inadvertently fired its thrusters while docked to the @Space_Station. Mission Control teams corrected the action and all systems are operating normally. The crew was never in any danger. Stay tuned for a media telecon later today: pic.twitter.com/bjuDmdiZu5— NASA (@NASA) July 29, 2021 Fyrr á þessu ári tilkynnti Rússar að þeir ætluðu að segja sig frá geimstöðinni árið 2025. Það kom þó ekki í veg fyrir að Nauka var skotið á loft. Þróun einingarinnar hófst fyrir meira en tuttugu árum og átti einingin að vera varaeining fyrir Zarya, sem er ein eining geimstöðvarinnar. Nauka var svo breytt í gegnum árin og á eiga ýmsar rannsóknir að fara fram um borð í einingunni. Þar má einnig finna vistarverur fyrir geimfara, klósett, nýjan vatns- og lofthreinsibúnað og vélarm frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Geimskoti Nauka hafði þó verið frestað ítrekað vegna vandræða við þróun og byggingu.
Geimurinn Rússland Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent