Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 23:31 Eitt af 122 rauðum spjöldum síðustu leiktíðar í tyrknesku úrvalsdeildinni fer á loft. Arif Hudaverdi Yaman/Anadolu Agency via Getty Images Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu. Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum. Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Tyrkneski fótboltinn hefur löngum verið þekktur fyrir fjölda spjalda. Hvort um sé að kenna spjaldaglöðum dómurum eða sérstaklega grófum fótbolta skal ósagt látið. Tyrkneska fótboltasambandið virðist vilja að spjaldagleðin fái jákvæðari ímynd, þar sem ákvörðun var tekin á stjórnarfundi þess að hefja skildi gróðursetningarverkefni. Fyrir hvert gult spjald sem gefið er hyggst sambandið gróðusetja eitt tré og fimm skuli gróðursett fyrir hvert rautt spjald. Türkiye Futbol Federasyonu Yönetim Kurulu 29.07.2021 tarihli toplant s nda, 2021-2022 sezonundan ba lamak üzere, liglerde görülen her sar kart için 1, her k rm z kart için de 5 adet fidan dikilmesine ili kin TFF Orman Projesi çal malar n n ba lat lmas na karar vermi tir. pic.twitter.com/Rgv4VlR48V— TFF (@TFF_Org) July 29, 2021 Skóglendi hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár, þar sem Amazon-frumskógurinn í Brasilíu hefur til að mynda dregist saman um 8% frá aldamótum. Það á hlut að máli í hlýnun jarðar en tré ljóstillífa, sem felst í því að þau draga til sín kolefni og losa súrefni. Í efstu deild Tyrklands fór 1631 gult spjald á loft á síðustu leiktíð og 122 rauð spjöld, að meðaltali tæplega 41 gult spjald og þrjú rauð í hverri umferð. Hefði verkefnið verið virkt þá væri búið að gróðursetja 2241 tré vegna spjaldanna. Ljóst er að verkefnið mun líkast til ekki hafa fráhrindandi áhrif þegar kemur að spjöldum en áhugavert verður að sjá hvort Tyrkland verði skógi vaxið þökk sé grófum fótboltamönnum landsins að nokkrum árum liðnum.
Tyrkland Loftslagsmál Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira