Var stressuð að byrja elleftu heimsleikana: „Snýst jafnmikið um andlega þáttinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir fékk að hvíla sig í gær en keppnin á heimsleikunum heldur síðan áfram í dag. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir fer ekki felur með neitt. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir fyrsta daginn á heimsleikunum og það þótt hún væri reyndasti keppandinn á svæðinu og mætt á sína elleftu heimsleika á ferlinum. „Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi. CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
„Ég var stressuð fyrir keppnina í gær. Það hafði liðið langur tími síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast Ég vissi ekki alveg hvar ég stæði gagnvart hinum stelpunum og öðruvísi aðdragandi að heimsleikunum í ár þýddi að efinn var meiri sem og óttinn að vera ekki nógu góð,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína í gær þegar keppendur fengu frídag til að safna kröftum eftir mjög viðburðaríkan miðvikudag. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro „Ég sagði sjálfri mér þetta: Anníe, þú hefur lagt allt þetta á þig í tólf mánuði og nú áttu það skilið að sýna það og sanna á keppnisgólfinu,“ skrifaði Anníe. „Dagur eitt er baki og ég er mjög stolt af frammistöðunni og það sem ég lagði í keppnina. Ég skildi ekkert eftir á tanknum í fyrstu, annarri og fjórðu greininni. Í þriðju greininni var lítill api mættur inn í hausinn á mér. Ég sagði sjálfri mér: Ég veit ekki hversu hratt ég kemst og hinar eru örugglega miklu fljótari en ég af því að ég hef ekki hlaupið það mikið. Ég vil bara ekki vera síðust,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Á þessu stigi í þessari keppni þá máttu alls ekki efast um hæfileika þína. Þú verður að gefa allt til að finna þröskuldinn þinn og ef hjólin detta af þá verður þú bara að gera þitt besta með það sem þú átt eftir,“ skrifaði Anníe. „Heimsleikarnir í CrossFit snúast alveg jafnmikið um það andlega og það líkamlega. Ég vildi bara gefa ykkur smá innsýn í það sem maður lendir í jafnvel þótt að þetta séu mínir elleftu heimsleikar,“ skrifaði Anníe. „Enginn efi lengur og engar afsakanir. Ég ætla bara að keyra á þetta og njóta þess í leiðinni,“ skrifaði Anníe Mist að lokum eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir halda áfram í dag og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni hér á Vísi.
CrossFit Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira