Setur sér ekki háleit uppeldismarkmið á ferðalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 17:38 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi um landið undanfarið. Líklega samt ekki á hjóli. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið undanfarnar vikur og segir hann fjölskylduna hafa notið mikillar veðurblíðu. Hann segist þó ekki setja sér of háleit uppeldismarkmið á ferðalögum og leyfi börnunum að vera í símanum eins og þau vilja. Takmarkaður skjátími sé ekki á dagskrá í fríi. „Með krakkana held ég að það sé mikilvægt að setja sér ekki of háar væntingar. Leyfa þeim að vera aðeins í símanum í bílnum. Eða leyfa þeim að vera mjög mikið í símanum í bílnum ef það er löng ferð,“ sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upphófust mikil hlátrasköll meðal útvarpsmanna við þessi orð. „Það þýðir ekkert að vera með einhverjar uppeldisaðferðir á þeim vettvangi. Ég segi það nú bara hreint út. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í símanum, eins og þau hafa núna verið í einhverjum leikjum sem eru alveg fáránlega skemmtilegir heyrist mér. Ég vona það,“ segir Guðni. Hann segist sjálfur alveg ómögulegur taki hann ekki bók með sér í ferðalagið. „Ef ég er að ferðast til dæmis til útlanda, sem hefur nú ekki gerst í háa herrans tíð, ég fór síðast út fyrir landssteinana í febrúarlok 2020. En ef ég er ekki með bók í flugvél fyllist ég kvíða og angist og verð alveg ómögulegur,“ segir Guðni. Hann minnir fólk á að fara varlega um þessa stóru feðramannahelgi. „Förum varlega, sérstaklega um helgina og sinnum okkar eigin sóttvörnum, sprittum hendur og sýnum náungakærleik og þá fer þetta eins vel og vonast var til.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Ferðalög Börn og uppeldi Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira
„Með krakkana held ég að það sé mikilvægt að setja sér ekki of háar væntingar. Leyfa þeim að vera aðeins í símanum í bílnum. Eða leyfa þeim að vera mjög mikið í símanum í bílnum ef það er löng ferð,“ sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upphófust mikil hlátrasköll meðal útvarpsmanna við þessi orð. „Það þýðir ekkert að vera með einhverjar uppeldisaðferðir á þeim vettvangi. Ég segi það nú bara hreint út. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í símanum, eins og þau hafa núna verið í einhverjum leikjum sem eru alveg fáránlega skemmtilegir heyrist mér. Ég vona það,“ segir Guðni. Hann segist sjálfur alveg ómögulegur taki hann ekki bók með sér í ferðalagið. „Ef ég er að ferðast til dæmis til útlanda, sem hefur nú ekki gerst í háa herrans tíð, ég fór síðast út fyrir landssteinana í febrúarlok 2020. En ef ég er ekki með bók í flugvél fyllist ég kvíða og angist og verð alveg ómögulegur,“ segir Guðni. Hann minnir fólk á að fara varlega um þessa stóru feðramannahelgi. „Förum varlega, sérstaklega um helgina og sinnum okkar eigin sóttvörnum, sprittum hendur og sýnum náungakærleik og þá fer þetta eins vel og vonast var til.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Ferðalög Börn og uppeldi Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira