„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2021 20:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir segir forvarnir og fræðslu skipta sköpum. Sigurjón ólason Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda. Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent