Enski boltinn

Útilokar endurkomu til Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Munu ekki sameinast að nýju hjá Real Madrid.
Munu ekki sameinast að nýju hjá Real Madrid. vísir/Getty

Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez segist ekki vita með hvaða liði hann muni spila á komandi leiktíð.

Rodriguez er samningsbundinn Everton eftir að hafa gengið til liðs við félagið á frjálsri sölu síðastliðið sumar og var hann í stóru hlutverki í sóknarleik liðsins undir stjórn Carlo Ancelotti.

Nú er Ancelotti farinn frá Everton og Rafa Benitez tekinn við stjórnartaumunum hjá Everton. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Benitez efins um að hafa not fyrir þennan 30 ára miðjumann í sínu liði.

Ancelotti tók við Real Madrid en James, sem var áður á mála hjá Real Madrid, útilokar að snúa aftur þangað.

„Sá tími er að baki. Ég mun ekki fara aftur þangað. Ég veit ekki hvað mun gerast og ég veit ekki hvar ég mun spila,“ segir James.

„Maður veit aldrei hvað gerist. Eina sem ég veit er að ég er að æfa vel og undirbúa mig. Ég æfi fyrir sjálfan mig og vonast eftir að finna félag sem hefur not fyrir mig,“ segir James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×