„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 11:57 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vilhelm gunnarsson Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42