„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 11:57 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vilhelm gunnarsson Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42