Innlent

„Lengi lifi byltingin, sem byrjar í hjarta sérhvers manns“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Birgitta sat áður á þingi fyrir Pírata.
Birgitta sat áður á þingi fyrir Pírata. Vísir/Valli

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi Pírati, segist ekki hafa gengið í Sósíalistaflokkinn til að gefa kost á sér til þingsetu í aðdraganda kosninga. Hún segist þvert á móti vilja taka þátt í að móta framtíðina í fylkingu fólks sem sé ekki „fast í viðjum kjörtímabila“ og vakni bara til lífs þegar kosningar eru í vændum.

Þetta segir Birgitta í Facebook-færslu sem hún birti í morgun, þar sem hún þakkar hlýjar móttökur nýrra samflokksfélaga og segist „heilluð af hugmyndafræðinni og tilrauninni um dreift vald, sköpunarkraftinum og framtíðarsýninni, en ekki síst af öllu þessu frábæra fólki sem hefur fundið farveg fyrir röddina sína og hugsjónir“.

„Ég gekk til liðs við félaga mína í Sósíalistaflokknum vegna þess að mig langar að breyta samfélaginu mínu í góðum félagsskap. Þar sem nýjum aðferðum er beitt til að valdefla þá hópa samfélagsins sem öllu jafna er þægilegast er fyrir þá sem fleyta rjómann á kostnað annarra að ýta á jaðarinn og kúga til hlýðni og undirgefni,“ segir Birgitta.

Hún segir ekkert munu breytast nema með endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunahópa þeirra „sem minnst hafa fengið úthlutað fyrir langmestu vinnuna“.


Tengdar fréttir

Birgitta segir skilið við stjórnmálin

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur segið skilið við stjórnmálin í bili. Þessu greindi hún frá í færslu á Pírataspjallinu á Facebook í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×