Innlent

Svona var 187. upp­lýsinga­fundurinn vegna Co­vid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr fyrir svörum á fundinum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir situr fyrir svörum á fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er snúinn aftur úr stuttu sumarfríi og fer yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu þá hefur verið ákveðið að færa fundina aftur í fjarfundabúnað og því er ekki gert ráð fyrir fjölmiðlum á staðnum. Þeir munu þó spyrja spurninga í gegnum fjarfundarbúnað.

Fundurinn verður líkt og fyrri fundir í beinni útsendingu á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og í textalýsingu að neðan.

Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×