Sigmundur Ernir sat á þingi fyrir Samfylkinguna kjörtímabilið 2009 til 2013. Hann er afar reyndur fjölmiðlamaður og hefur starfað í fjölmiðlun með hléum frá árinu 1981, hjá dagblaðinu Vísi, Stöð 2, DV, RÚV, Helgarpóstinum og þá var hann fréttastjóri hjá Fréttablaðinu árin 2004-2005. Hann hefur starfað sem sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem er í eigu Torgs, síðustu árin.
Í frétt Fréttablaðsins þar sem tilkynnt er um ráðninguna er haft eftir Sigmundi Erni að hann sé afar spenntur fyrir nýja starfinu:
„Mitt verkefni verður að efla fréttaþjónustu og dagskrárgerð, hámarka samlegðaráhrif þeirra ólíku miðla sem útgáfufyrirtækið Torg rekur og gera þá að skemmtilegum og eftirsóknarverðum vinnustað.“
Jón Þórisson segir sjálfur í sömu frétt að það hafi aldrei staðið til hjá honum að staldra lengi við á Fréttablaðinu:
„Þetta hefur verið viðburðarríkur tími og ákaflega skemmtilegur. Hér hef ég kynnst góðu fólki sem ég lít á sem vini mína og saman höfum við komið ýmsu í verk. Ég tók lagapróf fremur seint á ævinni og það stóð aldrei til að staldra lengi við. Nú finnst mér tímabært að leita á önnur mið,“ er haft eftir honum.