Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 13:49 Fólk á öllum aldri tók þátt í að mála rendur. Vísir/EinarÁ Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri. Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira