Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 23:27 Biden Bandaríkjaforseti svaraði því játandi þegar fréttamenn spurðu hann hvort að rétt væri að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segði af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni í dag. Vísir/EPA Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Cuomo er sagður hafa áreitt að minnsta kosti ellefu konur kynferðislega í skýrslu rannsakenda dómsmálaráðherra New York-ríkis sem var gerð opinber í dag. Hann neitar ásökununum og hefur fram að þessu þverneitað að segja af sér. Biden sagði fréttamönnum í dag að hann teldi rétt að Cuomo segði af sér. Áður höfðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatt Cuomo til þess. Fari Cuomo ekki sjálfviljugur gæti ríkisþing New York sparkað honum úr stóli á næstunni. Þingið hefur undanfarið unnið að kærum vegna embættisbrots á hendur ríkisstjóranum og er sú vinna nú sögð langt komin. Carl Heastie, forseti neðri deildar ríkisþingsins, segir Cuomo ekki sætt í embætti og að hann hyggist ljúka rannsókn á embættisbrotum ríkisstjórans fljótt. Konurnar sem Cuomo er sakaður um að hafa áreitt unnu bæði innan og utan ríkisstjórnar hans. Þær lýstu því hvernig ríkisstjórinn þuklaði á þeim, kyssti þær og talaði um útlit þeirra og kynlíf við þær. Í einu tilfelli hafi starfslið Cuomo beitt sér til að rýra trúverðugleika fyrrverandi starfsmanns sem sakaði hann um áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Joe Biden Tengdar fréttir Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23
Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu. 3. ágúst 2021 15:27