Katrín Tanja vonaðist eftir meiru en gaf loforð strax eftir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á ferðinni á heimsleikunum um helgina. Instagram/@katrintanja Ísland átti enn á ný fulltrúa á verðlaunapalli heimsleikanna í CrossFit en þó ekki þá sömu og í fyrra. Anníe Mist Þórisdóttir tók sæti vinkonu sinnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur. Gleðin var mikil hjá Anníe en Katrín náði ekki markmiðum sínum. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira