Katrín Tanja vonaðist eftir meiru en gaf loforð strax eftir heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2021 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á ferðinni á heimsleikunum um helgina. Instagram/@katrintanja Ísland átti enn á ný fulltrúa á verðlaunapalli heimsleikanna í CrossFit en þó ekki þá sömu og í fyrra. Anníe Mist Þórisdóttir tók sæti vinkonu sinnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur. Gleðin var mikil hjá Anníe en Katrín náði ekki markmiðum sínum. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir var á verðlaunapalli á heimsleikunum fyrir ári síðan en hún varð að sætta sig við tíunda sætið um helgina. Katrín Tanja var að keppa á heimsleikunum í níunda skiptið í ár og það þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna heimsleika þar sem hún var ekki meðal fimm efstu þegar hún var í hópi keppenda. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja missti af leikunum árið 2014 en frá árunum 2015 til 2020 þá var hún alltaf meðal fimm efstu þar af fjórum sinnum á verðlaunapallinum. Katrín gerði upp leikana stuttlega eftir keppnina og gaf þá loforð um að mæta aftur að ári. Hún er ekkert að fara að hætta en hún verður 29 ára á næsta ári og á því nóg eftir. „Ég elska að keppa. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í þessum heimi,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í pistli á Instagram síðu sinni. Hún hætti heldur aldrei að keppa og sýndi það á lokadeginum þegar hún varð i áttunda sæti eða ofar í öllum greinunum. „Þrátt fyrir að ég hafi gert mér vonir um að enda ofar um helgina þá er ég mjög stolt af þeirri vinnu sem ég lagði í þetta tímabil. Ég gaf allt mitt um þessa helgi,“ skrifaði Katrín. Þetta var hennar lægsta sæti á heimsleikunum síðan að hún endaði í 24. sæti árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Þegar þú ert að reyna að verða sú besta í heimi þá getur því fylgt bæði möguleikinn á stórsigri sem og sorg. Við sem íþróttamenn verðum að viðurkenna það að við værum ekki til nema fyrir hvert annað. Það mun aldrei þó koma í veg fyrir að við reynum,“ skrifaði Katrín. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að stíga út á gólf með öllum þessum ótrúlegu konum í okkar íþrótt. Við leggjum allar mikla vinnu á okkur og fyrir vikið þá hækkum við ránna yfir það sem er mögulegt. Núna er bara að nota næsta ár til að verða betri,“ skrifaði Katrín og það er enginn uppgjafartónn í okkar konu. „og ég mun sjá ykkur aftur á næsta ári í Madison. Þakkir til allra fyrir stuðninginn um helgina. Það eru þið sem gerið heimsleikanna að mest töfrandi tíma ársins,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira