Umfjöllun: Valur - KR 1-0 | Valsmenn gerðu gott sem út um vonir KR-inga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 4. ágúst 2021 22:15 Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið í toppslagnum. Hér fagna Valsmenn markinu. Hafliði Breiðfjörð Valur vann KR 1-0 í stórleik kvöldsins í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta er liðin áttust við að Hlíðarenda. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en vonir KR-inga um Íslandsmeistaratitil eru gott sem úr sögunni. Það voru mjög skemmtilegar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar þegar að erkifjendurnir Valur og KR mættust að Hlíðarenda í kvöld. Hellidemba á köflum en næstum logn þannig að völlurinn var rennandi blautur. Fyrir leikinn voru heimamenn í toppsæti deildarinnar með 30 stig en KR sat í fimmta sætinu með 25 stig. Þetta var þess vegna gríðarlega mikilvægur leikur. KR gat sett toppbaráttuna í algert uppnám með sigri en Valsmenn gátu slitið sig átta stigum frá KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru ef til vill með yfirhöndina þá voru Valsmenn ívið sterkari í seinni hálfleik og náðu inn sigurmarkinu. 1-0 fyrir Val og liðið festir sig enn betur í sessi á toppi deildarinnar. Eins og fyrr segir gekk á með rigningarskúrum, einn slíkur var í upphafi leiks og gerði völlinn rennblautann. Liðin áttu í eilitlum vandræðum með að fóta sig á blautum vellinum en það voru KR-ingar sem náðu yfirhöndinni fljótlega og settu pressu á Valsmenn sem voru oft á tíðum klaufar og misstu boltann inni á miðjunni. Það var einmitt einn slíkur tapaður bolti sem skóp besta færi fyrri hálfleiksins. Kohler tapaði boltanum til Kristjáns Flóka sem kom KR í þrír á móti tveimur stöðu. Kristján valdi þó ekki nægilega vel og kom boltanum á Kjartan Henry sem náði ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og skaut framhjá. Atli Sigurjónsson var dauðafrír vinstra megin við hann en Kristján Flóki sá hann ekki. KR létu Hannes Þór Halldórsson, frábæran markvörð Vals, vinna fyrir kaupinu sínu í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að láta hann virkilega þurfa að taka á honum stóra sínum. Mörg skot en ekki mikið afl í þeim. Langflestar sóknir liðsins komu í gegnum Kristinn Jónsson á vinstri kantinum sem átti að mati fréttaritara afbragðs leik. Besta færi Vals í Fyrri hálfleik kom á 38. mínútu þegar að Patrick Pedersen fékk boltann í teignum eftir smá rugling í vörn KR. Flott færi en Daninn náði ekki að koma boltanum á markið og skaut framhjá. 0-0 í hálfleik og bæði liðin sennilega ágætlega sátt við þá stöðu. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks voru ekkert sérstaklega merkilegar fyrir utan þegar að fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, virtist fá í bakið og þurfti að fara útaf og í kjölfarið var eins og leikurinn dytti aðeins niður. Þegar liðin virtust jafna sig þá voru það Valsmenn sem rönkuðu fyrr við sér og settu pressu á gestina. Náðu inn nokkrum fyrirgjöfum og skotum eftir þær sem þó trufluðu Beiti í markinu ekki teljandi. Það voru þó KR sem fengu besta færi sitt í leiknum á 62. mínútu. Óskar Örn átti þá flotta sendingu á Kristján Flóka sem var kominn einn inn fyrir en í stað þess að gefa boltann fyrir þá ákvað hann að skjóta í þröngri stöðu. Svekkjandi fyrir KR þar sem að Kjartan Henry Finnbogason stóð galopinn tvo metra frá markinu og það hefði verið auðvelt fyrir Kristján Flóka að renna honum fyrir. Það var svo á 74. mínútu þegar að Valur átti innkast. Boltinn barst á Guðmund Andra Tryggvason sem átti flottann snúning. Hann var þó óeigingjarn og lét Kristni Frey eftir boltann. Kristinn sendi hann út í miðjan teiginn á Tryggva Hrafn sem smellti honum þægilega í markið. Fyrsta mark Tryggva fyrir liðið í deildinni staðreynd, staðan 1-0 og Valur í lykilstöðu. KR-ingar náðu ekki að skora í lokin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var það ekki síst manni leiksins, Hannesi Þór Halldórssyni að þakka. Gríðarlega mikilvægur sigur Vals staðreynd og er liðið nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Hvað gekk vel? Valur náði að pressa KR svolítið niður í síðari hálfleiknum og náðu inn þessu mikilvæga marki með innkomu varamannsins Tryggva Hrafns. Valur hafði undirtökin í síðari hálfleik og vann að mati fréttaritara Vísis sanngjarnt. Hannes Þór Halldórsson var líka frábær í markinu. Varði allt sem hann átti að verja og það er varla hægt að biðja um meira. Hvað gekk illa? KR spilaði að langflestu leyti flottan leik. Liðið bara nýtti ekki sína bestu sénsa nógu vel. Kristján Flóki Finnbogason var sá sem smíðaði flest færin í dag en var að mörgu leyti líka sá sem sá um að klikka á þessum færum. Maður leiksins Hannes Þór Halldórsson var besti maður vallarins í kvöld. Varnarlína Vals með Hedlund og Christiansen var líka mjög fín sem og Birkir Heimisson á miðjunni. En maður kvöldsins er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skoraði þetta mikilvæga sigurmark. Hvað næst? Valsmenn heimsækja Leikni á sunnudaginn kemur 8. ágúst. Leiknismenn urðu fyrir blóðtöku í dag þegar að Sævar Atli Magnússon, fyrirliði liðsins, fór til Lyngby. Það er samt aldrei auðvelt að mæta í Breiðholtið. Leikurinn hefst klukkan 17:00. Sama sunnudag fá KR lánlausa FH-inga í heimsókn á Meistaravelli klukkan 19:15. Pepsi Max-deild karla Valur KR
Valur vann KR 1-0 í stórleik kvöldsins í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta er liðin áttust við að Hlíðarenda. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en vonir KR-inga um Íslandsmeistaratitil eru gott sem úr sögunni. Það voru mjög skemmtilegar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar þegar að erkifjendurnir Valur og KR mættust að Hlíðarenda í kvöld. Hellidemba á köflum en næstum logn þannig að völlurinn var rennandi blautur. Fyrir leikinn voru heimamenn í toppsæti deildarinnar með 30 stig en KR sat í fimmta sætinu með 25 stig. Þetta var þess vegna gríðarlega mikilvægur leikur. KR gat sett toppbaráttuna í algert uppnám með sigri en Valsmenn gátu slitið sig átta stigum frá KR. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir voru ef til vill með yfirhöndina þá voru Valsmenn ívið sterkari í seinni hálfleik og náðu inn sigurmarkinu. 1-0 fyrir Val og liðið festir sig enn betur í sessi á toppi deildarinnar. Eins og fyrr segir gekk á með rigningarskúrum, einn slíkur var í upphafi leiks og gerði völlinn rennblautann. Liðin áttu í eilitlum vandræðum með að fóta sig á blautum vellinum en það voru KR-ingar sem náðu yfirhöndinni fljótlega og settu pressu á Valsmenn sem voru oft á tíðum klaufar og misstu boltann inni á miðjunni. Það var einmitt einn slíkur tapaður bolti sem skóp besta færi fyrri hálfleiksins. Kohler tapaði boltanum til Kristjáns Flóka sem kom KR í þrír á móti tveimur stöðu. Kristján valdi þó ekki nægilega vel og kom boltanum á Kjartan Henry sem náði ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og skaut framhjá. Atli Sigurjónsson var dauðafrír vinstra megin við hann en Kristján Flóki sá hann ekki. KR létu Hannes Þór Halldórsson, frábæran markvörð Vals, vinna fyrir kaupinu sínu í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að láta hann virkilega þurfa að taka á honum stóra sínum. Mörg skot en ekki mikið afl í þeim. Langflestar sóknir liðsins komu í gegnum Kristinn Jónsson á vinstri kantinum sem átti að mati fréttaritara afbragðs leik. Besta færi Vals í Fyrri hálfleik kom á 38. mínútu þegar að Patrick Pedersen fékk boltann í teignum eftir smá rugling í vörn KR. Flott færi en Daninn náði ekki að koma boltanum á markið og skaut framhjá. 0-0 í hálfleik og bæði liðin sennilega ágætlega sátt við þá stöðu. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks voru ekkert sérstaklega merkilegar fyrir utan þegar að fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, virtist fá í bakið og þurfti að fara útaf og í kjölfarið var eins og leikurinn dytti aðeins niður. Þegar liðin virtust jafna sig þá voru það Valsmenn sem rönkuðu fyrr við sér og settu pressu á gestina. Náðu inn nokkrum fyrirgjöfum og skotum eftir þær sem þó trufluðu Beiti í markinu ekki teljandi. Það voru þó KR sem fengu besta færi sitt í leiknum á 62. mínútu. Óskar Örn átti þá flotta sendingu á Kristján Flóka sem var kominn einn inn fyrir en í stað þess að gefa boltann fyrir þá ákvað hann að skjóta í þröngri stöðu. Svekkjandi fyrir KR þar sem að Kjartan Henry Finnbogason stóð galopinn tvo metra frá markinu og það hefði verið auðvelt fyrir Kristján Flóka að renna honum fyrir. Það var svo á 74. mínútu þegar að Valur átti innkast. Boltinn barst á Guðmund Andra Tryggvason sem átti flottann snúning. Hann var þó óeigingjarn og lét Kristni Frey eftir boltann. Kristinn sendi hann út í miðjan teiginn á Tryggva Hrafn sem smellti honum þægilega í markið. Fyrsta mark Tryggva fyrir liðið í deildinni staðreynd, staðan 1-0 og Valur í lykilstöðu. KR-ingar náðu ekki að skora í lokin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var það ekki síst manni leiksins, Hannesi Þór Halldórssyni að þakka. Gríðarlega mikilvægur sigur Vals staðreynd og er liðið nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Hvað gekk vel? Valur náði að pressa KR svolítið niður í síðari hálfleiknum og náðu inn þessu mikilvæga marki með innkomu varamannsins Tryggva Hrafns. Valur hafði undirtökin í síðari hálfleik og vann að mati fréttaritara Vísis sanngjarnt. Hannes Þór Halldórsson var líka frábær í markinu. Varði allt sem hann átti að verja og það er varla hægt að biðja um meira. Hvað gekk illa? KR spilaði að langflestu leyti flottan leik. Liðið bara nýtti ekki sína bestu sénsa nógu vel. Kristján Flóki Finnbogason var sá sem smíðaði flest færin í dag en var að mörgu leyti líka sá sem sá um að klikka á þessum færum. Maður leiksins Hannes Þór Halldórsson var besti maður vallarins í kvöld. Varnarlína Vals með Hedlund og Christiansen var líka mjög fín sem og Birkir Heimisson á miðjunni. En maður kvöldsins er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skoraði þetta mikilvæga sigurmark. Hvað næst? Valsmenn heimsækja Leikni á sunnudaginn kemur 8. ágúst. Leiknismenn urðu fyrir blóðtöku í dag þegar að Sævar Atli Magnússon, fyrirliði liðsins, fór til Lyngby. Það er samt aldrei auðvelt að mæta í Breiðholtið. Leikurinn hefst klukkan 17:00. Sama sunnudag fá KR lánlausa FH-inga í heimsókn á Meistaravelli klukkan 19:15.