Hálf öld af hinseginstolti Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa 4. ágúst 2021 17:46 Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun