Hálf öld af hinseginstolti Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa 4. ágúst 2021 17:46 Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar