Grindavík berst mikill liðsstyrkur bæði karla- og kvennamegin Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 19:00 Grindavík styrkir sig fyrir komandi átök. Vísir/Bára Grindavík hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta. Liðið hefur fengið bæði karlkyns og kvenkyns leikmann frá Bandaríkjunum auk þess sem Spánverjinn Ivan Aurrecoechea kemur til liðsins frá Þór á Akureyri. Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Grindvíkingar greindu frá því í hádeginu að liðið hefði náð samkomulagi við Bandaríkjamanninn Malik Benlevi um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Benlevi er 24 ára gamall framherji og 196 sm að hæð. Hann lék síðast með Salt Lake City Stars í þróunardeild NBA og var áður í Georgia State-háskóla. Hann skoraði 11,9 stig og tók 5,8 fráköst að meðaltali á lokaári sínu í háskólaboltanum. Malik Benlevi til liðs við Grindavík Basketball Framherjinn Malik Benlevi mun leika með Grindavík í vetur í úrvalsdeild karla. Malik er 24 ára gamall, 198 cm á hæð og er öflugur inn í teig.Nánar: https://t.co/BFHtI51nW9Velkominn Malik! — UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Þá sömdu Grindvíkingar við spænska miðherjann Ivan Aurrecoechea sem lék með Þór á Akureyri á síðustu leiktíð. Hann er 204 sm að hæð og lék í háskólaboltanum vestanhafs frá 2016 til 2020 áður en hann samdi við Þór síðasta haust. Hann var með 19,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali með Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Ivan Aurrecoechea til Grindavíkur (staðfest)Spænski framherjinn Ivan Aurrecoechea mun leika með Grindavík á næsta tímabili í úrvalsdeildinni. Þetta er frábær liðsauki við gott lið Grindavíkur.Nánar: https://t.co/SwxVYZeoWOÁfram Grindavík! pic.twitter.com/cKDsjHLr2E— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Kvennaliði félagsins hefur þá einnig borist liðsstyrkur frá Bandaríkjunum þar sem bakvörðurinn Robbi Ryan hefur samið um að leika með liðinu á komandi vetri. Ryan er einnig 24 ára gömul og lék síðast með háskóla Arizona State. Þar lék hún 131 leik og þykir hún sérstaklega lunkin fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún skoraði 10,6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári og var valin í lið ársins í All-Pac-12 deildinni í háskólaboltanum vestanhafs. Robbi Ryan til Grindavíkur Grindavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna og mun Robbi Ryan frá leika með félaginu í vetur.Ryan er öflugur bakvörður og mjög góður skotmaður.Welcome to Grindavík @rryan_44 ! https://t.co/v2DSjGvdnO— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) August 4, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
UMF Grindavík Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti