Dineout í útrás með aðstoð Tix Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 23:47 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. „Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið. Tækni Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið.
Tækni Veitingastaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira