Justin hjá Morning Chalk Up: Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir brosir í viðtali á heimsleikunum í CrossFit. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Justin LoFranco, hæstráðandi hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up, fer lofsamlegum orðum um bronskonuna Anníe Mist Þórisdóttir eftir frammistöðu hennar á heimsleikunum um helgina. „Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo) CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
„Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo)
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum